Helmingi færri vilja fara í kennaranám María Lilja Þrastardóttir skrifar 14. maí 2013 10:45 Grunnskólabörn í útikennslu. Mynd/GVA Heildarfjöldi umsókna í kennaranám hefur hrunið um helming á sex árum, frá 2006. Aðeins 203 sóttu um skólavist í fyrra. Þá var 13 hafnað um skólavist en 156 árið 2003. Námið var lengt árið 2011 og nær nú á meistarastig. Þá hafa launin ekki hækkað í samræmi við menntun. „Við viljum trúa því að botninum hafi verið náð,“ segir Anna Kristín Sigurðardóttir, deildarforseti kennaradeildar. Árið 2012 sóttu 203 um einhverja af þremur námsleiðum grunnskólakennslu í kennaradeild Háskóla Íslands. Til samanburðar sóttu 419 manns um sams konar nám árið 2006. Aðeins 13 var hafnað um skólavist í fyrra en 156 árið 2003. Farið var í undirbúningsvinnu við breytingar á náminu árið 2006 og var námsleiðum síðan breytt árið 2011 og grunnskólakennslan sundurliðuð sama ár. Nú er boðið upp á þrjár námsleiðir. Þá var námið einnig lengt um tvö ár og aðeins boðið upp á kennsluréttindi á meistarastigi. Fari fram sem horfir mun lítil endurnýjun eiga sér stað innan stéttarinnar. Ólöf Rut Halldórsdóttir, kennaranemi og formaður nemendafélags kennaradeildarinnar, Kennó, segir það ekki hafa verið mistök að lengja námið. Þó hefðu laun þurft að hækka í samræmi við auknar námskröfur. „Ég veit ekki alveg hvað veldur þessari gríðarlegu fækkun en mín ágiskun er sú að þetta sé vegna lengingar námsins og lélegra kjara. Það er ekki boðið upp á laun í samræmi við lengd námsins,“ segir Ólöf Rut. Anna Kristín segir margar ástæður liggja að baki en launakjör spili þar stóran þátt. „Hér áður fóru margir í kennaranám þar sem það var þverfaglegt en það fólk var ekki endilega að skila sér í starfið.“ Anna Kristín segist óttast litla nýliðun einnig á meðal leikskólakennara. Umsóknum hafi þar einnig fækkað mjög. Í fyrra sóttu 63 um í deildina, til samanburðar sóttu 204 um árið 2006. „Það sem er brýnast núna er að hækka launin í stéttinni. Það gefur augaleið að fólk velur sér síður langt nám fyrir léleg laun,“ segir Anna Kristín. Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Heildarfjöldi umsókna í kennaranám hefur hrunið um helming á sex árum, frá 2006. Aðeins 203 sóttu um skólavist í fyrra. Þá var 13 hafnað um skólavist en 156 árið 2003. Námið var lengt árið 2011 og nær nú á meistarastig. Þá hafa launin ekki hækkað í samræmi við menntun. „Við viljum trúa því að botninum hafi verið náð,“ segir Anna Kristín Sigurðardóttir, deildarforseti kennaradeildar. Árið 2012 sóttu 203 um einhverja af þremur námsleiðum grunnskólakennslu í kennaradeild Háskóla Íslands. Til samanburðar sóttu 419 manns um sams konar nám árið 2006. Aðeins 13 var hafnað um skólavist í fyrra en 156 árið 2003. Farið var í undirbúningsvinnu við breytingar á náminu árið 2006 og var námsleiðum síðan breytt árið 2011 og grunnskólakennslan sundurliðuð sama ár. Nú er boðið upp á þrjár námsleiðir. Þá var námið einnig lengt um tvö ár og aðeins boðið upp á kennsluréttindi á meistarastigi. Fari fram sem horfir mun lítil endurnýjun eiga sér stað innan stéttarinnar. Ólöf Rut Halldórsdóttir, kennaranemi og formaður nemendafélags kennaradeildarinnar, Kennó, segir það ekki hafa verið mistök að lengja námið. Þó hefðu laun þurft að hækka í samræmi við auknar námskröfur. „Ég veit ekki alveg hvað veldur þessari gríðarlegu fækkun en mín ágiskun er sú að þetta sé vegna lengingar námsins og lélegra kjara. Það er ekki boðið upp á laun í samræmi við lengd námsins,“ segir Ólöf Rut. Anna Kristín segir margar ástæður liggja að baki en launakjör spili þar stóran þátt. „Hér áður fóru margir í kennaranám þar sem það var þverfaglegt en það fólk var ekki endilega að skila sér í starfið.“ Anna Kristín segist óttast litla nýliðun einnig á meðal leikskólakennara. Umsóknum hafi þar einnig fækkað mjög. Í fyrra sóttu 63 um í deildina, til samanburðar sóttu 204 um árið 2006. „Það sem er brýnast núna er að hækka launin í stéttinni. Það gefur augaleið að fólk velur sér síður langt nám fyrir léleg laun,“ segir Anna Kristín.
Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira