Grænlendingar hunsa fund Norðurskautsráðs Kristján Már Unnarsson skrifar 14. maí 2013 18:52 Aleqa Hammond, forsætis- og utanríkisráðherra Grænlands Grænlendingar ætla að hunsa ráðherrafund Norðurskautsráðsins í Kiruna í Svíþjóð á morgun. Þetta gera þeir í mótmælaskyni við að Norðurskautsráðið skuli undir formennsku Svía ekki hafa tryggt Grænlendingum sömu stöðu við samningaborðið eins og Dönum. Það sé í bága við það sem áður tíðkaðist á fundum ráðsins, þegar Grænland fékk eigin fulltrúa í helstu nefndum ráðsins, við hlið fulltrúa Danmerkur, í ljósi þess að Grænland er eina ríkið á Norðurslóðum þar sem frumbyggjar eru í meirihluta íbúa. Ný heimastjórn Grænlands, undir forsæti Alequ Hammond, segist í yfirlýsingu vilja með þessari ákvörðun senda skýr skilaboð um að núverandi staða Grænlands á vettvangi Norðurskautsráðsins sé ekki ásættanleg og verði ekki þoluð. Heimastjórnin segist harma að hafa þurft að taka þessa ákvörðun en hún hafi verið nauðsynleg. Þátttaka í ráðinu sé forgangsmál hjá Grænlendingum. Þar til viðunandi lausn finnist á stöðu Grænlands verði þátttaka þess í ráðinu sett á bið. Átta ríki eiga aðild að Norðurskautsráðinu; Bandaríkin, Danmörk, Finnland, Ísland, Kanada, Noregur, Rússland og Svíþjóð. Fundinn í Kiruna sækja ráðherrar frá öllum aðildarríkjum nema Íslandi, þeirra á meðal John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, og Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar. Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra Íslands, situr ekki fundinn en í hans stað verður við ráðherraborðið Hermann Örn Ingólfsson, sviðsstjóri alþjóða- og öryggissviðs utanríkisráðuneytis. Breska útvarpinu BBC þykir það til marks um áhuga Johns Kerry á Norðurslóðum að hann skuli fljúga til Kiruna á sama tíma og hann tekst á við Sýrlandsstríð, spennu á Kóreuskaga og aðrar heimsógnir. Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Grænlendingar ætla að hunsa ráðherrafund Norðurskautsráðsins í Kiruna í Svíþjóð á morgun. Þetta gera þeir í mótmælaskyni við að Norðurskautsráðið skuli undir formennsku Svía ekki hafa tryggt Grænlendingum sömu stöðu við samningaborðið eins og Dönum. Það sé í bága við það sem áður tíðkaðist á fundum ráðsins, þegar Grænland fékk eigin fulltrúa í helstu nefndum ráðsins, við hlið fulltrúa Danmerkur, í ljósi þess að Grænland er eina ríkið á Norðurslóðum þar sem frumbyggjar eru í meirihluta íbúa. Ný heimastjórn Grænlands, undir forsæti Alequ Hammond, segist í yfirlýsingu vilja með þessari ákvörðun senda skýr skilaboð um að núverandi staða Grænlands á vettvangi Norðurskautsráðsins sé ekki ásættanleg og verði ekki þoluð. Heimastjórnin segist harma að hafa þurft að taka þessa ákvörðun en hún hafi verið nauðsynleg. Þátttaka í ráðinu sé forgangsmál hjá Grænlendingum. Þar til viðunandi lausn finnist á stöðu Grænlands verði þátttaka þess í ráðinu sett á bið. Átta ríki eiga aðild að Norðurskautsráðinu; Bandaríkin, Danmörk, Finnland, Ísland, Kanada, Noregur, Rússland og Svíþjóð. Fundinn í Kiruna sækja ráðherrar frá öllum aðildarríkjum nema Íslandi, þeirra á meðal John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, og Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar. Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra Íslands, situr ekki fundinn en í hans stað verður við ráðherraborðið Hermann Örn Ingólfsson, sviðsstjóri alþjóða- og öryggissviðs utanríkisráðuneytis. Breska útvarpinu BBC þykir það til marks um áhuga Johns Kerry á Norðurslóðum að hann skuli fljúga til Kiruna á sama tíma og hann tekst á við Sýrlandsstríð, spennu á Kóreuskaga og aðrar heimsógnir.
Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira