Innlent

Endurheimtu Græna herbergið

Framsóknarmenn í Græna herberginu í dag
Framsóknarmenn í Græna herberginu í dag Mynd/Sigurjón Ólason
Nýr þingflokkur Framsóknarflokksins kom saman í hinu sögufræga Græna herbergi í Alþingishúsinu í dag en reyndar er nú líklegt að fæstir þessara nýju þingmanna muni eftir herberginu en af nítján þingmönnum flokksins eru 12 þeirra nýir.

Framsóknarflokkurinn missti herbergið til Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs á síðasta kjörtímabili eftir að hafa gengið illa í kosningum.

Eftir kosningasigur Framsóknar í síðustu kosningum endurheimti flokkurinn herbergið aftur og á nú aðeins eftir að hengja myndir af gömlum foringjum flokksins aftur upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×