Innlent

Sigmundur Davíð segist ekki svíkja loforð um skuldalækkanir

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins. Mynd/Vilhelm
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, gerir ráð fyrir að fáeinir dagar séu í að stjórnarmyndunarviðræðum ljúki. Hann sagði í samtali við Bítið á Bylgjunni í morgun að stór hluti gærdagsins hefði farið í að ræða stöðu ráðuneyta, starfssvið þeirra og fleira. Eins og fram hefur komið er áhugi fyrir því að skipta starfsemi velferðarráðuneytisins upp, þannig að tveir ráðherrar fari með málaflokk þess ráðuneytis.

Sigmundur Davíð vildi ekki svara því hvort hann yrði forsætisráðherra í þeirri ríkisstjórn sem verið er að mynda. „Verkskipting ekki verið rædd að miklu leyti," segir Sigmundur Davíð þegar hann var spurður út í það mál.

Þá sagði Sigmundur Davíð að þrátt fyrir að staða ríkisfjármála væri önnur en hann hefði búist við þá hefði hann ekki hug á að breyta stefnunni varðandi skuldamál heimilanna. Framsóknarflokkurinn lofaði því í aðdraganda kosninga að lækka skuldir heimila á kostnað kröfuhafa. Hann sagði að skattalækkanir hefðu líka verið ræddar í stjórnarmynduninni. „Suma skatta getur verið mjög mikilvægt að lækka til þess að skapa hvata til þess að efnahagllísið virki - aðra skatta er ekki hægt að lækka strax," segir hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×