Innlent

Eldur kom upp í þvottahúsi við Ármúla

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar

Eldur kom upp í þvottahúsinu Fjöðrinni við Ármúla um klukkan 16 og var slökkvilið kallað á staðinn.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu leit þetta illa út í fyrstu en svo hafi komið í ljós að eldurinn væri bundinn við eitt herbergi.

Greiðlega gekk að slökkva eldinn og verið er að reykræsta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×