Innlent

No Homo og World Not Ours unnu til verðlauna

Verðlaun fyrir bestu stuttmynd og bestu heimildarmynd voru afhent í kvöld.
Verðlaun fyrir bestu stuttmynd og bestu heimildarmynd voru afhent í kvöld.

No Homo í leikstjórn Guðna Líndal Benediktssonar var valin besta íslenska stuttmyndin á Reykjavík Shorts & Docs Festival fyrr í kvöld. Átta íslenskar stuttmyndir kepptu um verðlaunin sem voru GoPro HD Hero myndavél frá GoIce. Þriggja manna dómnefnd valdi Bestu íslensku stuttmyndina, Marcin Lucaj, dagskrárstjóri Shortwaves Festival, Póllandi, Silje Glimsdal, sölufulltrúi hjá Trust Nordisk, Danmörku og Alexander Stein, stjórnandi og dagskrárstjóri Interfilm International Short Film Festival Berlín, Þýskalandi. Þá voru sérstök dómnefndarverðlaun veitt Valdimar Jóhannessyni fyrir mynd hans Dögun.

Heimildamyndin A World Not Ours í leikstjórn Mahdi Fleifel var valin besta heimildamynd nýliða á hátíðinni og í verðlaun hlaut hann Canon 6D myndavél frá Canon/Nýherja. Alls kepptu sex myndir um verðlaunin en þriggja manna dómnefnd valdi verðlaunamyndina. Dómnefndina skipuðu; Margrét Jónasdóttir, framleiðandi hjá Sagafilm, Vera Sölvadóttir, dagskrárgerðarkona á RÚV og kvikmyndagerðarkona og Haukur Viðar Alfreðsson, blaðamaður og kvikmyndagagnrýnandi á Vísi og Fréttablaðinu.

Reykjavík Shorts & Docs Festival er nú á lokametrunum en lokasýningar eru fimmtudaginn 16. maí í Bíó Paradís. Heimildamyndin „How to Survive a Plague“ í leikstjórn David Franch verður sýnd kl. 18, „Strigi og flauel“ í leikstjórn Önnu Þóru Steinþórsdóttur verður sýnd kl. 20 og að síðustu 'For you Naked' í leikstjórn Söru Broos verður sýnd kl. 22.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×