Innlent

Listahátíð verður sett með látum

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Listahátíð í Reykjavík fer fram 17.maí - 2. júní.
Listahátíð í Reykjavík fer fram 17.maí - 2. júní.

Listahátíð í Reykjavík verður sett í 27. skipti á föstudaginn.  Af nógu verður að taka, en Steinunn Þórhallsdóttir, kynningarstjóri hátíðarinnar, segir að borgin muni iða af fjölbreyttum listviðburðum næstu vikur þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

 

Hátíðin sett með skipaflautukonsert

Hátíðin verður flautuð á með krafti á slaginu 17.45, en þá mun listakonan Lilja Birgisdóttir stjórna tíu mínútna löngum skipaflautukonsert frá miðbakka Reykjavíkurhafnar þar sem skipin í höfninni leika á flautur sínar. Verkið er sérstaklega samið fyrir Listahátíð í ár og mun óma víða um borgina.

 



Steinunn segist búast við að skipaflautukonsertin verði óvenjuleg upplifun. „Það verður mjög spennandi að hvernig þetta tónverk mun hljóma í flutningi þessara kröftugu hljóðfæra. Ég átta mig ekki alveg á hversu langt hljóðin munu berast en það var smá æfing í gær þar sem tónarnir heyrðust langt vestur í bæ.  Á morgun verður þetta auðvitað enn kraftmeira.“ Þeir sem eru í suðurhluta borgarinnar eða úti á landi þurfa geta fylgst með gjörningnum beint í gegnum vefmyndavélar Símans á siminn.is.

 

Stórveldi í samtímatónlist á opnunartónleikunum

Opnunartónleikar hátíðarinnar verða síðan haldir í Eldborg þar sem hljómsveitin Bang on a Can mun stíga á stokk. Hljómsveitin er þekkt fyrir að sprengja upp tónleikaformið og blanda saman ólíkum tónlistarstefnum.  Steinunn segir hópinn vera stórveldi í samtímatónlist og að forsjármenn hátíðarinnar séu einstaklega stolt af þessusm viðburði. „Þetta verður mikið sjónarspil fyrir skilningarvitin, en Bang on a Can leggur rosalega mikið upp úr flutningi og tæknivinnslu svo umgjörðin verður alveg mögnuð“, segir Steinunn, en hljómsveitin hætti við stóra tónleika í Bretlandi til að koma hingað til lands til að spila á Listahátíð. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×