Innlent

Eldur kom upp í þjónustuíbúðum öryrkja

Eldur kom upp á þriðju hæð í fjölbýlishúsi  að Sléttuvegi  7 um hádegi í dag.  Húsnæðið er í eigu Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalagsins, og hýsir þjónustuíbúðir. Fjöldi íbúða fyrir sjúklinga og eldri borgara eru í nágrenninu.

Slökkvilið höfuðborgarsvæðiðsins er búið að slökkva eldinn en var með mikinn viðbúnað þar sem töluverður reykur hafði myndast á hæðinni. Búið er að rýma eina álmu á þriðju hæð hússins og koma fólkinu í öruggt húsnæði. Slökkviliðið þurfti að kalla á aðstoð frá Strætó, Rauða krossinum og Ferðaþjónustu fatlaðra, þar sem margir íbúanna eru í hjólastólum.

Tildrög eldsins eru ekki kunn að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×