Innlent

Sinna 47 þúsund manna byggð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Starfsmenn nýju lögreglustöðvarinnar fara yfir stöðuna.
Starfsmenn nýju lögreglustöðvarinnar fara yfir stöðuna. Mynd/ GVA.

Ný lögreglustöð opnaði að Vínlandsleið í Grafarholti, þar sem lyfjafyrirtækið Rorsch var áður. Blásið var til veislu í tilefni opnunarinnar og var helstu samstarfsaðilum lögreglunnar boðið að vera viðstaddir. „Það var opið hús fyrir starfsmenn embættisins. Hingað komu líka prestar og fleiri sem við eigum í miklu samstarfi við,“ segir Árni Þór Sigmundsson stöðvarstjóri.   

Árni segir að á lögreglustöðinni starfi um 40 manns. Starfssvæðið er gríðarlega stórt en starfsmenn stöðvarinnar þjónusta Grafarholt, Grafarvog, Mosfellsbæ, Kjalarnes og svæðið við Suðurlandsveg, allt upp að Litlu Kaffistofunni. Byggðin sem lögreglustöðin sinnir telur um 47 þúsund manns.

Gunnar V. Andrésson ljósmyndari brá sér á opnun lögreglustöðvarinnar og smellti af meðfylgjandi myndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×