Rúmenskur skartgripaþjófur áfram í gæsluvarðhaldi 17. maí 2013 16:41 Hæstiréttur Íslands. vísir/stefán Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir meintum stórglæpamanni sem var handtekinn á Keflavíkurflugvelli í lok mars. Maðurinn kom ásamt tveimur félögum sínum til landsins skömmu fyrir páska en það vakti athygli tollvarða að mennirnir voru með sérstakan segul á sér sem er oft notaður til þess að gera þjófavarnir í verslunum óvirkar. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að maðurinn, sem er rúmenskur að uppruna, væri eftirlýstur af Interpol fyrir rán og líkamsárás á Kýpur á síðasta ári. Hann á að hafa brotist inn í skartgripaverslun í borginni Nikósíu og stolið þaðan skartgripum fyrir 32 milljónir króna. Þá á hann í sömu borg að hafa ráðist á verslunarstjóra stórmarkaðar og gengið harkalega í skrokk á honum auk þess sem hann og félagi hans eiga að hafa rænt hann uppgjöri verslunarinnar, sem var um tvær og hálf milljón króna. Fórnarlambið var illa farið eftir ránið og þurfti að leggjast inn á sjúkrahús í kjölfarið. Við meintum afbrotum liggur að hámarki lífstíðarfangelsi samkvæmt kýpverskum lögum. Stjórnvöld þar í landi hafa þegar óskað eftir að maðurinn verði framseldur. Maðurinn verður í gæsluvarðhaldi til 28. maí næstkomandi. Mennirnir hafa lítil sem engin tengsl við land og þjóð eftir því sem rannsakendur komast næst. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir meintum stórglæpamanni sem var handtekinn á Keflavíkurflugvelli í lok mars. Maðurinn kom ásamt tveimur félögum sínum til landsins skömmu fyrir páska en það vakti athygli tollvarða að mennirnir voru með sérstakan segul á sér sem er oft notaður til þess að gera þjófavarnir í verslunum óvirkar. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að maðurinn, sem er rúmenskur að uppruna, væri eftirlýstur af Interpol fyrir rán og líkamsárás á Kýpur á síðasta ári. Hann á að hafa brotist inn í skartgripaverslun í borginni Nikósíu og stolið þaðan skartgripum fyrir 32 milljónir króna. Þá á hann í sömu borg að hafa ráðist á verslunarstjóra stórmarkaðar og gengið harkalega í skrokk á honum auk þess sem hann og félagi hans eiga að hafa rænt hann uppgjöri verslunarinnar, sem var um tvær og hálf milljón króna. Fórnarlambið var illa farið eftir ránið og þurfti að leggjast inn á sjúkrahús í kjölfarið. Við meintum afbrotum liggur að hámarki lífstíðarfangelsi samkvæmt kýpverskum lögum. Stjórnvöld þar í landi hafa þegar óskað eftir að maðurinn verði framseldur. Maðurinn verður í gæsluvarðhaldi til 28. maí næstkomandi. Mennirnir hafa lítil sem engin tengsl við land og þjóð eftir því sem rannsakendur komast næst.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira