Innlent

Ökumaður húsbílsins talinn alvarlega slasaður

Jóhannes Stefánsson skrifar
Vegurinn er nú opinn
Vegurinn er nú opinn Mynd/ Google Maps

Eins og fram kom í frétt Vísis varð árekstur á Snæfellsvegi skammt vestan Grundarfjarðar fyrr í dag. Talið er að ökumaður húsbílsins sé alvarlega slasaður en farþeginn mun að sögn hafa sloppið betur. Fólkið var flutt með sjúkrabílum til móts við þyrlu Landhelgisgæslunnar en þyrlan lenti fyrir skemmstu í Reykjavík. Ekki liggja fyrir nánari upplýsingar um ástand hinna slösuðu.

Samkvæmt sjónarvottum mun húsbíllinn hafa fokið í veg fyrir rútuna, en slæmt veður var þegar slysið varð.

Ekki er talið að neinn farþega rútunnar, sem allir eru erlendir ferðamenn, né ökumaðurinn séu alvarlega slasaðir. Farþegarnir eru nú í fjöldahjálparstöð á Grundarfirði og starfsfólk Rauða krossins og læknar eru nú að hlúa að þeim. Önnur rúta bíður þess að ferja fólkið til Reykjavíkur þegar svo ber við.

Snæfellsvegur var í kjölfar slyssins lokaður en hefur nú verið opnaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×