Innlent

Haldið sofandi í öndunarvél

Jóhannes Stefánsson skrifar
Ástand sjúklingsins er stöðugt
Ástand sjúklingsins er stöðugt Mynd/

Öðrum þeirra sem lentu í alvarlegu bílslysi skammt vestan Grundarfjarðar í gær er haldið sofandi í öndunarvél. Samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni á gjörgæsludeild Landspítalans er ástand sjúklingsins stöðugt, en ekki fengust upplýsingar um hvort um væri að ræða ökumann bifreiðarinnar eða farþega hennar. Hinn sjúklingurinn hefur verið útskrifaður af gjörgæsludeild og því má ætla að áverkar hans hafi ekki verið eins alvarlegir.

Eins og fram kom í frétt Vísis í gær varð alvarlegur árekstur á Snæfellsvegi skammt vestan Grundarfjarðar. Talið var að ökumaður húsbílsins hafi hlotið alvarlega áverka en farþeginn mun að sögn hafa sloppið betur. Miðað við þær upplýsingar má ætla að það sé ökumaður húsbílsins sem nú sé haldið sofandi í öndunarvél en eins og fyrr segir fengust þær upplýsingar ekki staðfestar.

Fólkið var flutt með sjúkrabílum til móts við þyrlu Landhelgisgæslunnar sem flutti þau á bráðamóttöku Landspítalans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×