Innlent

Sitja fastir á ísjaka í Fjallsárlóni

Jóhannes Stefánsson skrifar
Mynd tengist efni fréttarinnar ekki beint
Mynd tengist efni fréttarinnar ekki beint Mynd/ Getty

Björgunarsveitirnar Kári í Öræfum og Björgunarfélag Hornafjarðar eru nú á leið að Fjallsárlóni þar sem fjórir erlendir ferðamenn sitja fastir á ísjaka um 10 m frá landi. Ferðamennirnir voru að skoða lónið og stukku á jaka sem var við land. Jakinn flaut síðan frá landi.

Einn ferðamannanna náði að stökkva aftur á þurrt en hinir flutu með jakanum það langt út að þeir treystu sér ekki til að komast í land af sjálfsdáðum.

Bændur á svæðinu eiga lítinn bát sem er við lónið og notaður er til að ferja fé yfir það. Til stendur að reyna að ná í mennina á bátnum. Einnig er bátur frá Jökulsárlóni á leið á staðinn til aðstoðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×