Innlent

Ferðamennirnir voru „slakir" á jakanum

Jóhannes Stefánsson skrifar
Ferðamennirnir sjást hér á lóninu. Myndin er tekin á myndavélasíma og eru myndgæðin eftir því.
Ferðamennirnir sjást hér á lóninu. Myndin er tekin á myndavélasíma og eru myndgæðin eftir því. Mynd/ Páll Sigurður Vignisson

Ferðamennirnir sem voru komnir í sjálfheldu í Fjallsárlóni í dag virðast ekki hafa gert sér grein fyrir þeirri hættu sem þeir voru komin í þegar þá rak frá landi á ísjaka í lóninu. Fólkið hafði komið sér fyrir með borð og stóla á jakanum og var „slakt," segir Páll Sigurður Vignisson, starfsmaður Ferðaþjónustunnar í Jökulsárlóni.

Páll fór ásamt samstarfsfélögum sínum til að aðstoða fólkið eftir að útkall barst frá Björgunarfélagi Hornafjarðar. „Þau voru bara í fjöruborðinu til að byrja með og svo kom vindur sem feykti þeim út. Þau hafa ekki tekið eftir því nógu fljótt." Páll segir að um tvö bandarísk pör hafi verið að ræða, en þau hafi ekki gert sér grein fyrir hættunni sem fylgir því að vera á jökunum úti á ísköldu lóninu.

„Það virðist vera þannig með marga ferðamenn að þeir átta sig ekkert á því hvernig á að haga sér." Páll segir suma ferðamenn ekki gera sér grein fyrir þeim hættum sem séu til staðar hér á landi og hegði sér stundum í samræmi við það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×