Sleppa fram af sér beislinu í vernduðu umhverfi hópsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. maí 2013 09:06 Mynd/Vilhelm „Þetta hefur þekkst lengi og kallað ýmsum nöfnum svo sem múgsefjun eða hópþrýstingur,“ segir Einar Gylfi Jónsson sálfræðingur. Fjallað var um hegðun stuðningsmanna á íþróttaleikjum hér á landi á Vísi í gær. Einar Gylfi segir í viðtali við Reykjavík Síðdegis að fjöldi rannsókna sé til vitnis um að hægt sé að fá fólk til að gera alls konar hluti við aðstæður þar sem hópurinn leiðir einstaklinginn í ákveðna átt. „Ég stend mig til dæmis sjálfur að því þegar ég horfi á körfubolta að það eru nokkrir sem sitja fyrir aftan mig sem eru alltaf að skammast í dómaranum. Ef ég passa mig ekki er ég kominn með í þetta,“ segir Einar. Hann hafi ekkert við dómarann að athuga en það skipti ekki öllu máli. „Þegar maður mætir á íþróttaleiki sem áhorfandi getur maður leyft sér ýmsilegt í nafni þess að vera í fjöldanum. Eitthvað sem maður myndi aldrei gera einn síns liðs eða ef það væru bara örfáar hræður á pöllunum,“ segir Einar Gylfi.Stuðningsmenn Þróttar sem kalla sig Köttara eru þekktir fyrir að láta húmorinn og gleðina ráða för. Sungnir eru fyndnir söngvar sem eru oft í skrýtnari kantinum. Einar Gylfi segir um sama fyrirbæri að ræða. Menn taki þátt í nafni fjöldans. „Ef einn hefði staðið og sungið þeirra söngva hefði hann verið talinn skrýtinn,“ segir Einar Gylfi. Þar sem hópurinn taki þátt líði öllum vel. „Ein ástæðan fyir því að við mætum á völlinn er hve gaman er að vera í hóp og taka þátt í að búa til fagnaðaróp, æsa sig, segja misjafnt við dómara en svo eru þeir sem ganga lengra.“ Almar Guðmundsson, formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar, ræddi einnig við Reykjavík Síðdegis í gær. Silfurskeiðin, stuðningssveit Stjörnunnar, sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hún baðst afsökunar á ummælum sínum í garð Bjarna Guðjónssonar, leikmanns KR á dögunum.Silfurskeiðin og Köttarar á vellinum síðasta sumar.Mynd/Daníel„Ég held að yfirlýsingin sé tiltölulega skýr. En af því við viljum vera rétttsýnir finnst mér mjög mikilvægt að það komi skýrt fram að stuðningsmenn Stjörnunnar hafa yfirleitt í gegnum tíðina verið sjálfum sér og félaginu til sóma með skemmtilegri og liflegri framkomu. Og jákvæðri,“ segir Almar. Hann staðfesti að hann hefði sjálfur rætt við Bjarna Guðjónsson og það hefðu forsvarsmenn Silfurskeiðarinnar einnig gert. „Þetta má ekki fara út í svona hluti. Það er engum til framdráttar og allra síst fyrir yngri iðkendum hjá okkar.Við viljum að þeir sjái fyrirmyndir á vellinum og ekki síst í stúkunni,“ sagði Almarr. Hægt er að hlusta á viðtalið við Einar Gylfa í spilaranum fyrir ofan. Viðtalið við Almar í heild sinni má nálgast hér.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Silfurskeiðin biður Bjarna afsökunar Almar Guðmundsson, formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna hegðunar stuðningsmanna félagsins, Silfurskeiðarinnar. 7. maí 2013 12:28 KSÍ mun skoða hegðun Silfurskeiðarinnar Stuðningsmannasveit Stjörnunnar, Silfurskeiðin, varð uppvís að afar vafasamri hegðun á KR-vellinum í gær á leik KR og Stjörnunnar í 1. umferð Pepsi-deildar karla. Sveitin söng þá ljótan níðsöng um Bjarna Guðjónsson, fyrirliða KR, og það sem meira er þá er þetta annað árið í röð sem sveitin gerir það. 7. maí 2013 10:23 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjá meira
„Þetta hefur þekkst lengi og kallað ýmsum nöfnum svo sem múgsefjun eða hópþrýstingur,“ segir Einar Gylfi Jónsson sálfræðingur. Fjallað var um hegðun stuðningsmanna á íþróttaleikjum hér á landi á Vísi í gær. Einar Gylfi segir í viðtali við Reykjavík Síðdegis að fjöldi rannsókna sé til vitnis um að hægt sé að fá fólk til að gera alls konar hluti við aðstæður þar sem hópurinn leiðir einstaklinginn í ákveðna átt. „Ég stend mig til dæmis sjálfur að því þegar ég horfi á körfubolta að það eru nokkrir sem sitja fyrir aftan mig sem eru alltaf að skammast í dómaranum. Ef ég passa mig ekki er ég kominn með í þetta,“ segir Einar. Hann hafi ekkert við dómarann að athuga en það skipti ekki öllu máli. „Þegar maður mætir á íþróttaleiki sem áhorfandi getur maður leyft sér ýmsilegt í nafni þess að vera í fjöldanum. Eitthvað sem maður myndi aldrei gera einn síns liðs eða ef það væru bara örfáar hræður á pöllunum,“ segir Einar Gylfi.Stuðningsmenn Þróttar sem kalla sig Köttara eru þekktir fyrir að láta húmorinn og gleðina ráða för. Sungnir eru fyndnir söngvar sem eru oft í skrýtnari kantinum. Einar Gylfi segir um sama fyrirbæri að ræða. Menn taki þátt í nafni fjöldans. „Ef einn hefði staðið og sungið þeirra söngva hefði hann verið talinn skrýtinn,“ segir Einar Gylfi. Þar sem hópurinn taki þátt líði öllum vel. „Ein ástæðan fyir því að við mætum á völlinn er hve gaman er að vera í hóp og taka þátt í að búa til fagnaðaróp, æsa sig, segja misjafnt við dómara en svo eru þeir sem ganga lengra.“ Almar Guðmundsson, formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar, ræddi einnig við Reykjavík Síðdegis í gær. Silfurskeiðin, stuðningssveit Stjörnunnar, sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hún baðst afsökunar á ummælum sínum í garð Bjarna Guðjónssonar, leikmanns KR á dögunum.Silfurskeiðin og Köttarar á vellinum síðasta sumar.Mynd/Daníel„Ég held að yfirlýsingin sé tiltölulega skýr. En af því við viljum vera rétttsýnir finnst mér mjög mikilvægt að það komi skýrt fram að stuðningsmenn Stjörnunnar hafa yfirleitt í gegnum tíðina verið sjálfum sér og félaginu til sóma með skemmtilegri og liflegri framkomu. Og jákvæðri,“ segir Almar. Hann staðfesti að hann hefði sjálfur rætt við Bjarna Guðjónsson og það hefðu forsvarsmenn Silfurskeiðarinnar einnig gert. „Þetta má ekki fara út í svona hluti. Það er engum til framdráttar og allra síst fyrir yngri iðkendum hjá okkar.Við viljum að þeir sjái fyrirmyndir á vellinum og ekki síst í stúkunni,“ sagði Almarr. Hægt er að hlusta á viðtalið við Einar Gylfa í spilaranum fyrir ofan. Viðtalið við Almar í heild sinni má nálgast hér.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Silfurskeiðin biður Bjarna afsökunar Almar Guðmundsson, formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna hegðunar stuðningsmanna félagsins, Silfurskeiðarinnar. 7. maí 2013 12:28 KSÍ mun skoða hegðun Silfurskeiðarinnar Stuðningsmannasveit Stjörnunnar, Silfurskeiðin, varð uppvís að afar vafasamri hegðun á KR-vellinum í gær á leik KR og Stjörnunnar í 1. umferð Pepsi-deildar karla. Sveitin söng þá ljótan níðsöng um Bjarna Guðjónsson, fyrirliða KR, og það sem meira er þá er þetta annað árið í röð sem sveitin gerir það. 7. maí 2013 10:23 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjá meira
Silfurskeiðin biður Bjarna afsökunar Almar Guðmundsson, formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna hegðunar stuðningsmanna félagsins, Silfurskeiðarinnar. 7. maí 2013 12:28
KSÍ mun skoða hegðun Silfurskeiðarinnar Stuðningsmannasveit Stjörnunnar, Silfurskeiðin, varð uppvís að afar vafasamri hegðun á KR-vellinum í gær á leik KR og Stjörnunnar í 1. umferð Pepsi-deildar karla. Sveitin söng þá ljótan níðsöng um Bjarna Guðjónsson, fyrirliða KR, og það sem meira er þá er þetta annað árið í röð sem sveitin gerir það. 7. maí 2013 10:23