Enski boltinn

Ferguson búinn að finna réttu mennina fyrir Man. Utd

Sir Alex Ferguson, stjóri Englandsmeistara Man. Utd, er þegar farinn að huga að næsta tímabili og hann er búinn að finna mennina sem hann vill fá í sitt lið í sumar.

Ferguson viðurkenndi að hann væri búinn að ákveða hvaða leikmenn hann ætlaði sér að elta í sumar. Hann hefur þegar hafið þá vinnu að fá leikmennina til félagsins.

Ferguson er afar ánægður með hópinn sem hann hefur í dag en vill samt styrkja sig enn frekar fyrir átökin á næsta tímabii.

"Leikmennirnir sem við fáum verða vonandi í þeim gæðaflokki sem við þurfum. Við getum látið til okkar taka á markaðnum. Við erum kannski ekki með sönu peninga og Man. City og Chelsea en við getum samt keppt á markaðnum," sagði Ferguson.

"Síðustu þrjá til fjóra mánuði höfum við verið að sigta út réttu mennina. Menn sem geta gert liðið betra og hjálpað okkur að vera áfram á toppnum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×