Fótbolti

FH vildi fá Bjarna heim

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Anton
FH hafði áhuga á að fá Bjarna Þór Viðarsson að láni frá danska liðinu Silkeborg. Því var hafnað af danska félaginu.

Þetta staðfesti Lúðvík Arnarson, varaformaður knattspyrnudeildar FH, í samtali við Vísi nú í dag. Hann sagði að málið hefði strandað þar og að FH-ingar hefðu ekkert gert meira í því.

Bjarni hefur ekkert fengið að spila með Silkeborg í vor og ekki verið í hóp síðustu vikurnar. Hann lýsti óánægju sinni með það í samtali við danska fjölmiðla í dag.


Tengdar fréttir

Bjarni: Ég er ekki týpan hans Viggó

Bjarni Þór Viðarsson segir í samtali við danska fjölmiðla að það sé erfitt að sætta sig við að vera utan hóps hjá danska liðinu Silkeborg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×