Fótbolti

Brasilíumenn í kapphlaupi við tímann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/AFP
Það styttist óðum í HM í Brasilíu sem fer fram sumarið 2014 og í sumar fer fram Álfubikarinn sem er undirbúningsmót fyrir heimsmeistarakeppnina. Forráðamenn FIFA eru ekki sáttir með seinkun opnunar leikvangsins í Brasilíuborg og  Alþjóðaknattspyrnusambandið ætlar í framhaldinu að herða eftirlit með framkvæmdum við leikvangana í Brasilíu.

Estadio Nacional leikvangurinn í Brasilíuborg mun hýsa opnunarleik Álfubikarsins sem hefst eftir tæpa tvo mánuði. Leikvangurinn átti að vera tekinn í notkun á sunnudaginn kemur en framkvæmdaaðilar hafa nú seinkað opnun hans til 18. maí.

Aðeins þremur dögum síðar á FIFA að taka yfir leikvellina sex sem notaðir verða í Álfukeppninni í sumar. Vandræði með leikvöllinn sjálfan urðu til þess að seinka varð opnun Estadio Nacional leikvanginsins. Upphaflega áttu leikvangar Álfubikarsins hinsvegar að vera tilbúnir í desember.

FIFA gaf það strax út að sambandið sætti sig ekki við frekari tafir en það var þegar ljóst að Brasilíumenn tefldu á tæpasta vað í undirbúningi sínum fyrir Heimsmeistarakeppnina. Það áttu a-ð fara fram þrír prufuleikir á hverjum velli fyrir Álfukeppnina en nú stefnir í að þeir verði bara tveir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×