Ákærður fyrir að stela fjórtán milljónum frá ÞSS í Mósambík 18. apríl 2013 13:11 Mósambík. Fyrrverandi umdæmisstjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands í Mósambík, Jóhann Pálsson, hefur verið ákærður fyrir fjórtán milljón króna fjárdrátt þegar hann starfaði í Mósambík. Þetta kemur fram á RÚV.is. Fréttastofa Vísis og Stöðvar 2 greindi frá því árið 2010 að upp hefði komist um Jóhann skömmu eftir að hann lét af störfum í janúar árið 2010. Í frétt RÚV kemur fram að manninum sé gefið að sök í ákæru að hafa nýtt féð meðal annars til að kaupa sér toppgrind á bílinn sinn. Hann seldi síðan toppgrindina og nýtti andvirðið í eigin þágu. Hann notaði einnig peninga Þróunarsamvinnustofnunar til að kaupa sér tvo Yamaha-utanborðsmótora, greiddi fyrir viðgerðir á bílnum sínum og fjárfesti í kerru. Sextíu þúsund dollarar voru millifærðir af reikningi Þróunarsamvinnustofnunar Íslands samkvæmt RÚV. Afgangurinn, rúmir fimm þúsund dollarar eða hálf milljón íslenskra króna, voru í eigu Öryrkjabandalags Íslands sem maðurinn hafði í vörslu sinni vegna starfs síns. Þá fjármuni átti, að því er fram kemur í ákærunni, að nýta til að aðstoða fatlaða í Mósambík. Geir Gunnlaugsson, landlæknir, starfaði árum saman á vegum stofnunarinnar í Malaví. Hann sagði í samtali við fréttastofu árið 2010 að það starf sem unnið hafi verið á vegum hennar hafi skipt sköpum fyrir fjölda fólks og bjargað mannslífum. Hver einasta króna geti komið í góðar þarfir og verið til mikilla hagsbóta fyrir fólk í þróunarlöndunum. Með fénu sé unnt að veita fólki heilbrigðisþjónustu og fræðslu sem það hefði annars verið án. Til dæmis með því að bæta þjónustu við barnshafandi konur, ungbörn, bólusetja fólk og byggja skóla. Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Sjá meira
Fyrrverandi umdæmisstjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands í Mósambík, Jóhann Pálsson, hefur verið ákærður fyrir fjórtán milljón króna fjárdrátt þegar hann starfaði í Mósambík. Þetta kemur fram á RÚV.is. Fréttastofa Vísis og Stöðvar 2 greindi frá því árið 2010 að upp hefði komist um Jóhann skömmu eftir að hann lét af störfum í janúar árið 2010. Í frétt RÚV kemur fram að manninum sé gefið að sök í ákæru að hafa nýtt féð meðal annars til að kaupa sér toppgrind á bílinn sinn. Hann seldi síðan toppgrindina og nýtti andvirðið í eigin þágu. Hann notaði einnig peninga Þróunarsamvinnustofnunar til að kaupa sér tvo Yamaha-utanborðsmótora, greiddi fyrir viðgerðir á bílnum sínum og fjárfesti í kerru. Sextíu þúsund dollarar voru millifærðir af reikningi Þróunarsamvinnustofnunar Íslands samkvæmt RÚV. Afgangurinn, rúmir fimm þúsund dollarar eða hálf milljón íslenskra króna, voru í eigu Öryrkjabandalags Íslands sem maðurinn hafði í vörslu sinni vegna starfs síns. Þá fjármuni átti, að því er fram kemur í ákærunni, að nýta til að aðstoða fatlaða í Mósambík. Geir Gunnlaugsson, landlæknir, starfaði árum saman á vegum stofnunarinnar í Malaví. Hann sagði í samtali við fréttastofu árið 2010 að það starf sem unnið hafi verið á vegum hennar hafi skipt sköpum fyrir fjölda fólks og bjargað mannslífum. Hver einasta króna geti komið í góðar þarfir og verið til mikilla hagsbóta fyrir fólk í þróunarlöndunum. Með fénu sé unnt að veita fólki heilbrigðisþjónustu og fræðslu sem það hefði annars verið án. Til dæmis með því að bæta þjónustu við barnshafandi konur, ungbörn, bólusetja fólk og byggja skóla.
Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Sjá meira