"Það var alls ekki meiningin að svindla" Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 28. mars 2013 18:45 Fimmtán ára gömlum vinkonum úr Breiðholtinu var stórlega misboðið þegar vagnstjóri hjá Strætó vísaði þeim á dyr, síðla kvölds í gær. Harðort bréf frá þeim til Strætó hefur síðan valdið miklu fjaðrafoki á veraldarvefnum. Vinkonurnar og Breiðhyltingarnir Sylvía og Laufey voru á leið heim upp í Dúfnahóla frá Skeifunni á tólfta tímanum í gærkvöldi. Það kom hins vegar babb í bátinn á heimleiðinni þegar vagnstjórinn neitaði að taka við miða Laufeyjar, enda var hann nokkuð sjúskaður eftir veruna í veskinu. Sylvía stökk þá til og rétti henni miða frá sér. Það tók vagnstjórinn ekki í mál. Stöllurnar halda því fram að bílstjórinn hafi sakað þær um að svindl og í kjölfarið hent þeim út. Laufey segist alls ekki hafa verið að reyna að svindla. „Alls ekki ég hafði ekki hugmynd um þetta. Það var alls ekki meining að svindla. Hann ásakaði mig strax um að hafa verið að svindla og að Sylvía hefði verið með hinn helminginn." „Við vorum bara að reyna komast heim til okkar frá öðrum stað. Þetta var svolítið dónalegt af honum. Við vorum greinilega búnar að borga fyrir miðana. Við fengum ekkert miðana til baka og það var heppni að við vorum með aðra miða til að komast heim," segir Sylvía. Sylvíu var misboðið og ritaði í kjölfarið harðort bréf á fésbókarsíður Strætó bs. Pistillinn fór á flug og netverjar lýstu margir yfir undrun sinni á þessu sérstaka máli. Á endanum ákvað Strætó að eyða færslu Sylvíu. „Það eru ótrúlega margir almennilegir strætóbílstjórar. Sem leggja sig fram við að bjóða góðan daginn, hafðu góðan dag og svoleiðis. Hann sýndi okkur aldrei kurteisi og leyfði okkur aldrei að tala" Í samtali við fréttastofu í dag sagði Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó bs. að málið sé nú til skoðunar og að næstu skref verði ákveðin eftir páska. Þær Sylvía og Laufey er þó ekki búnar að gefast upp á Strætó enda samþykktu þær að taka leið þrjú niður í Skeifu og ræða við fréttastofu. Þær fengu engu að síður far aftur upp í Dúfnahóla.Bréfið frá Sylvíu sem Strætó tók úr birtingu á síðu sinni. Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira
Fimmtán ára gömlum vinkonum úr Breiðholtinu var stórlega misboðið þegar vagnstjóri hjá Strætó vísaði þeim á dyr, síðla kvölds í gær. Harðort bréf frá þeim til Strætó hefur síðan valdið miklu fjaðrafoki á veraldarvefnum. Vinkonurnar og Breiðhyltingarnir Sylvía og Laufey voru á leið heim upp í Dúfnahóla frá Skeifunni á tólfta tímanum í gærkvöldi. Það kom hins vegar babb í bátinn á heimleiðinni þegar vagnstjórinn neitaði að taka við miða Laufeyjar, enda var hann nokkuð sjúskaður eftir veruna í veskinu. Sylvía stökk þá til og rétti henni miða frá sér. Það tók vagnstjórinn ekki í mál. Stöllurnar halda því fram að bílstjórinn hafi sakað þær um að svindl og í kjölfarið hent þeim út. Laufey segist alls ekki hafa verið að reyna að svindla. „Alls ekki ég hafði ekki hugmynd um þetta. Það var alls ekki meining að svindla. Hann ásakaði mig strax um að hafa verið að svindla og að Sylvía hefði verið með hinn helminginn." „Við vorum bara að reyna komast heim til okkar frá öðrum stað. Þetta var svolítið dónalegt af honum. Við vorum greinilega búnar að borga fyrir miðana. Við fengum ekkert miðana til baka og það var heppni að við vorum með aðra miða til að komast heim," segir Sylvía. Sylvíu var misboðið og ritaði í kjölfarið harðort bréf á fésbókarsíður Strætó bs. Pistillinn fór á flug og netverjar lýstu margir yfir undrun sinni á þessu sérstaka máli. Á endanum ákvað Strætó að eyða færslu Sylvíu. „Það eru ótrúlega margir almennilegir strætóbílstjórar. Sem leggja sig fram við að bjóða góðan daginn, hafðu góðan dag og svoleiðis. Hann sýndi okkur aldrei kurteisi og leyfði okkur aldrei að tala" Í samtali við fréttastofu í dag sagði Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó bs. að málið sé nú til skoðunar og að næstu skref verði ákveðin eftir páska. Þær Sylvía og Laufey er þó ekki búnar að gefast upp á Strætó enda samþykktu þær að taka leið þrjú niður í Skeifu og ræða við fréttastofu. Þær fengu engu að síður far aftur upp í Dúfnahóla.Bréfið frá Sylvíu sem Strætó tók úr birtingu á síðu sinni.
Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira