Fótbolti

Franski boltinn nýtur góðs af komu Beckham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Forseti frönsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu er hæstánægður með að David Beckham skuli vera byrjaður að spila í deildinni.

Beckham gekk í raðir PSG í janúar síðastliðnum og hefur verið að spila með liðinu í undanförnum leikjum, þó yfirleitt sem varamaður.

Áhrif komu hans eru þó greinileg, segir forsetinn Frederic Thiriez. „Það er erfitt að ímynda sér hversu margir á heimsvísu horfa nú á franska boltann og PSG. Svo virðist sem að allir nema Frakkarnir sjálfir geri sér grein fyrir þessu," sagði Thiriez.

Beckham er 37 ára gamall en Thiriez segir að hann hafi en margt til brunns að bera sem knattspyrnumaður. „Ég sá fyrsta leikinn sem Beckham spilaði. Ég var pínulítið stressaður fyrir leikinn en sá strax við fyrstu snertingu að hann væri alvöru fótboltamaður. Beckham er frábær!"

Beckham kom inn á sem varamaður er PSG vann Nancy um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×