Fyrsta konan í 122 ára sögu VR sem verður formaður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. mars 2013 14:52 Ólafía kampakát eftir að sigurinn var í höfn. Mynd/GVA „Ég átti ekki von á svona miklum mun en það er gríðarlega gaman að hafa tekið þetta með þessum hætti," segir Ólafía B. Rafnsdóttir, nýkjörinn formaður VR. Hún er fyrsta konan til að gegna embættinu í 122 ára sögu félagsins. Ólafía vann yfirburðasigur í kosningaslag við fráfarandi formann Stefán Einar Stefánsson. Hlaut Ólafía 76% atkvæða en Stefán Einar 24%. Ólafía er margreynd þegar kemur að kosningabaráttu og sigursæl. Hefur hún meðal annars stýrt framboðum Ólafs Ragnars Grímssonar til forseta Íslands og Árna Páls Árnasonar til formanns Samfylkingarinnar. Í fyrsta skipti kom það í hennar hlutskipti að fagna sigrinum fyrir framan myndavélarnar. „Þetta er með því skemmtilegra sem ég hef gert. Ég hef líka notið góðs af því og lært af því góða fólki sem ég hef haft þann heiður að starfa fyrir. Vonandi skilar það sér í áframhaldandi störfum," segir Ólafía sem segist hafa fundið fyrir góðum og jákvæðum meðbyr á meðan á kosningabaráttunni stóð.Kostnaðurinn nokkrir þúsundkallar Orðrómur hefur verið uppi um að frambjóðendur hafi varið töluverðum fjármunum í kosningaframboð sín. Ólafía segir það ekki eiga við rök að styðjast í sínu tilfelli. „Við erum að tala um nokkra þúsundkalla í mínu tilviki. Útprentaður A4 blöðungur í 500 eintökum. Það er allur kostnaðurinn sem hefur fylgt mínu framboði," segir Ólafía sem kom skilaboðum að mestu til félagsmanna í tölvupósti eða á Facebook. Kosningaþátttaka var um 22% en félagsmenn gátu kosið rafrænt. Aðspurð hvort þátttakan, sem þó er í takt við þátttöku undanfarin ár, sé ekki áhyggjuefni segir Ólafía: „Ég er algjörlega sammála því. Það á að vera hlutverk formanns og félagsins að auka kosningaþátttökuna. Við þurfum að finna leiðina því það skiptir máli að hafa áhrif og taka þátt í 30 þúsund manna stéttarfélagi."Málefnaleg kosningabarátta Ólafía segir kosningabaráttuna hafa verið málefnalega hjá báðum aðilum. „Fólk vill vera málefnalegt og miðað við niðurstöðurnar í þessum kosningum hefur það náð í gegn," segir Ólafía. Fyrsta mál á dagskrá sem formaður sé að kynnast hinu frábæra starfsfólki sem vinni hjá VR. „Ég fann það á þessum fjöldamörgu vinnustöðum sem ég heimsótti að það er áhugi fyrir VR. Við þurfum hins vegar að finna vettvang til þess að þessi áhugi og hugmyndir sem fólk hefur fái að mótast. Það gerist með því að efla grasrótina, trúnaðarmannaráðið og stjórnin fylgi eftir. Það verður vonandi fyrsta hlutverkið að fá að takast á við það." Ólafía þakkar stuðningsmönnum sínum kærlega fyrir veitta aðstoð. Um hópefli hafi verið að ræða. „Stuðningsfólkið mitt er með því betra sem finnst og þar hefur fjölskylda mín líka farið fremst í flokki. Síðustu daga hafa synir mínir, tengdadætur, sambýlismaður, bræður mínir og systur og fleiri verið að hringja. Það eru mikil verðmæti í því. Fyrst og síðast þessi jákvæði og öflugi stuðningshópur sem hefur fylgt mér alla þessa leið og gert það í jákvæðni og á málefnalegum nótum," sagði sigurreifur formaður. Tengdar fréttir Ólafía Rafnsdóttir kjörin formaður VR Ólafía Rafnsdóttir var kjörin formaður VR, en niðurstöður voru kynntar klukkan tvö. Hún hlaut 76% atkvæða en Stefán Einar um 24% atkvæða. Kosningaþátttakan var tæp 22%. 15. mars 2013 14:09 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fleiri fréttir Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Sjá meira
„Ég átti ekki von á svona miklum mun en það er gríðarlega gaman að hafa tekið þetta með þessum hætti," segir Ólafía B. Rafnsdóttir, nýkjörinn formaður VR. Hún er fyrsta konan til að gegna embættinu í 122 ára sögu félagsins. Ólafía vann yfirburðasigur í kosningaslag við fráfarandi formann Stefán Einar Stefánsson. Hlaut Ólafía 76% atkvæða en Stefán Einar 24%. Ólafía er margreynd þegar kemur að kosningabaráttu og sigursæl. Hefur hún meðal annars stýrt framboðum Ólafs Ragnars Grímssonar til forseta Íslands og Árna Páls Árnasonar til formanns Samfylkingarinnar. Í fyrsta skipti kom það í hennar hlutskipti að fagna sigrinum fyrir framan myndavélarnar. „Þetta er með því skemmtilegra sem ég hef gert. Ég hef líka notið góðs af því og lært af því góða fólki sem ég hef haft þann heiður að starfa fyrir. Vonandi skilar það sér í áframhaldandi störfum," segir Ólafía sem segist hafa fundið fyrir góðum og jákvæðum meðbyr á meðan á kosningabaráttunni stóð.Kostnaðurinn nokkrir þúsundkallar Orðrómur hefur verið uppi um að frambjóðendur hafi varið töluverðum fjármunum í kosningaframboð sín. Ólafía segir það ekki eiga við rök að styðjast í sínu tilfelli. „Við erum að tala um nokkra þúsundkalla í mínu tilviki. Útprentaður A4 blöðungur í 500 eintökum. Það er allur kostnaðurinn sem hefur fylgt mínu framboði," segir Ólafía sem kom skilaboðum að mestu til félagsmanna í tölvupósti eða á Facebook. Kosningaþátttaka var um 22% en félagsmenn gátu kosið rafrænt. Aðspurð hvort þátttakan, sem þó er í takt við þátttöku undanfarin ár, sé ekki áhyggjuefni segir Ólafía: „Ég er algjörlega sammála því. Það á að vera hlutverk formanns og félagsins að auka kosningaþátttökuna. Við þurfum að finna leiðina því það skiptir máli að hafa áhrif og taka þátt í 30 þúsund manna stéttarfélagi."Málefnaleg kosningabarátta Ólafía segir kosningabaráttuna hafa verið málefnalega hjá báðum aðilum. „Fólk vill vera málefnalegt og miðað við niðurstöðurnar í þessum kosningum hefur það náð í gegn," segir Ólafía. Fyrsta mál á dagskrá sem formaður sé að kynnast hinu frábæra starfsfólki sem vinni hjá VR. „Ég fann það á þessum fjöldamörgu vinnustöðum sem ég heimsótti að það er áhugi fyrir VR. Við þurfum hins vegar að finna vettvang til þess að þessi áhugi og hugmyndir sem fólk hefur fái að mótast. Það gerist með því að efla grasrótina, trúnaðarmannaráðið og stjórnin fylgi eftir. Það verður vonandi fyrsta hlutverkið að fá að takast á við það." Ólafía þakkar stuðningsmönnum sínum kærlega fyrir veitta aðstoð. Um hópefli hafi verið að ræða. „Stuðningsfólkið mitt er með því betra sem finnst og þar hefur fjölskylda mín líka farið fremst í flokki. Síðustu daga hafa synir mínir, tengdadætur, sambýlismaður, bræður mínir og systur og fleiri verið að hringja. Það eru mikil verðmæti í því. Fyrst og síðast þessi jákvæði og öflugi stuðningshópur sem hefur fylgt mér alla þessa leið og gert það í jákvæðni og á málefnalegum nótum," sagði sigurreifur formaður.
Tengdar fréttir Ólafía Rafnsdóttir kjörin formaður VR Ólafía Rafnsdóttir var kjörin formaður VR, en niðurstöður voru kynntar klukkan tvö. Hún hlaut 76% atkvæða en Stefán Einar um 24% atkvæða. Kosningaþátttakan var tæp 22%. 15. mars 2013 14:09 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fleiri fréttir Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Sjá meira
Ólafía Rafnsdóttir kjörin formaður VR Ólafía Rafnsdóttir var kjörin formaður VR, en niðurstöður voru kynntar klukkan tvö. Hún hlaut 76% atkvæða en Stefán Einar um 24% atkvæða. Kosningaþátttakan var tæp 22%. 15. mars 2013 14:09