Fótbolti

Skuldir Liverpool jukust um fjóra milljarða

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Liverpool skilaði miklu tapi á síðasta starfsári en slæmt gengi inn á vellinum kemur vel fram í ársreikninginum sem var gefnir voru út í dag. Hér er verið að tala um tímabili frá 1. ágúst 2011 til 31. maí 2012.

Liverpool tapaði 40,5 milljónum punda á þessu tímabili og skuldir félagsins eftir það eru komnir upp í 87,2 milljónir punda eða 16,4 milljarða íslenskra króna.

Aðalskýringin fyrir þessu mikla tapi er kostnaður við það að byggja upp nýtt lið án þess að fá inn tekjur tengdum þátttöku í Evrópukeppnunum.

Liverpool hefur ekki verið í Meistaradeildinni síðan 2010 og var ekki með í Evrópudeildinni tímabilið 2011-12. Liverpool vann hinsvegar deildarbikarinn þetta tímabil og varði í öðru sæti í enska bikarnum.

Liverpool er eins og er í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar tíu stigum frá fjórða og síðasta sætinu sem gefur þátttökurétt í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×