Formaður VR á að vera formaður allra félagsmanna Ólafía B. Rafnsdóttir og frambjóðandi til formanns VR skrifa 5. mars 2013 06:00 Mannsæmandi laun í réttlátu samfélagi Það eru blikur á lofti í íslensku samfélagi. Frá efnahagshruninu 2008 hafa launamenn tekið á sig gríðarlegar kjaraskerðingar og víða er orðið þröngt í búi. Ef fram heldur sem horfir mun barátta fyrir betri launum og meiri kaupmætti verða fyrirferðarmikil á næstu misserum. Verkalýðshreyfingin á að taka forystu um nýja þjóðarsátt um stöðugleika á vinnumarkaði og fá til liðs við sig atvinnuveitendur og stjórnvöld. Réttlátt samfélag verður ekki til nema launafólk geti lifað af mannsæmandi launum. Fyrir því verður að berjast með öllum tiltækum ráðum.Örugg heimili brýnt kjaramál Dæmi eru um að fólk greiði stóran hluta launa sinna í húsnæðiskostnað og sé að gefast upp. Frá hruni horfum við fram á hópa fólks á ýmsum aldri sem hefur misst húsnæði sitt og á engra annarra kosta völ en að vera á erfiðum og dýrum leigumarkaði. Það verða að koma nýir valkostir í búsetumálum og VR á að taka þátt í að fjölga þeim. Við þurfum alvöru leigumarkað íbúðarhúsnæðis eins og tíðkast á Norðurlöndum og stuðla að heilbrigðri fjármögnun eigin húsnæðis með lækkun vaxta. Öruggt heimili er einn af mikilvægustu þáttum velferðarsamfélagsins og sömuleiðis mikilvægt kjaramál.Mikilvægi starfsþróunar Ég hætti í skóla aðeins 14 ára gömul, eignaðist mitt fyrsta barn og fór síðan á vinnumarkaðinn. Ég var rúmlega fertug þegar ég fór aftur í nám og hef síðan þá nýtt mér þá fjölbreyttu möguleika til menntunar sem í boði eru. Ég hef mikinn áhuga á starfsmenntamálum en þar þarf einnig að taka til hendinni. Margir vildu gjarnan komast í nám en geta það ekki vegna langs vinnutíma, fjölskylduaðstæðna eða kjara svo dæmi séu tekin. VR þarf að setja starfsmenntamál í öndvegi. Árlega nýta einungis 10%-15% VR félaga þá styrki sem starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks býður upp á. Félagið þarf að aðstoða félagsmenn sína með markvissari hætti til að grípa ný tækifæri, endurmennta sig og gera sig hæfari á síbreytilegum vinnumarkaði. Nú er komið verkfæri þar sem reynsla og þekking fólks á vinnumarkaði er metið, svokallað raunfærnimati. Loks er það viðurkennt að hægt sé að læra á vinnumarkaði eins og í skóla!Sveigjanleg starfslok mannréttindamál Ný áhersla á sveigjanleg starfslok er tímabær og nauðsynleg. Það er mannréttindamál að launamenn hafi val um hvenær og hvernig þeir hætta störfum. Fólk er heilsuhraustara en það var fyrrum og vill vera lengur á vinnumarkaði á sama tíma og aðrir vilja minnka starfshlutfall eftir því sem aldurinn færist yfir. Umræða þarf að fara að stað með hvaða hætti hægt sé að koma til móts við þennan hóp félagsmanna VR.Jafnréttismál Undanfarið hafa auglýsingar um jafnlaunavottun VR verið í fjölmiðlum. Vinna við gerð jafnlaunastaðals hófst árið 2008 skv. ákvæðum jafnréttislaga og bókunar við kjarasamning Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins á almennum vinnumarkaði frá febrúar 2008. VR hefur svo tekið málið lengra sem vonandi skilar okkur í átt að jafnrétti. Talið er að konur á Íslandi verði af fimm milljörðum króna árlega vegna mismununar í launum. Glerveggir sem konur hafa löngum rekið sig á eru sýnilegri í dag af því að íslenskt samfélag, bæði konur og karlar, eru meðvitaðri um þá mismunun sem konur hafa löngum búið við á vinnumarkaði. Jafnrétti snýst einnig um það að konur veljist til forystu í samfélaginu, því þurfa konur líka að stíga fram og gefa kost á sér til ábyrgðarstarfa. Ég býð mig fram til formanns VR vegna þess að ég tel mig geta gert betur.Grasrótin Trúnaðarráð VR þarf að virkja með skipulegri hætti en gert er. Þannig ættu fulltrúar úr trúnaðarráði að sitja í flestum nefndum og ráðum á vegum félagsins.Að lokum Ég stefni að því að verða formaður allra félagsmanna VR. Það þarf dirfsku og styrk til að snúa vörn í sókn í kjarabaráttu næstu missera sem og að tryggja starfsöryggi þess fjölbreytta hóps sem er í VR. Ég óska eftir brautargengi til formanns VR. Ég er viss um að reynsla mín af margskonar störfum síðastliðin 30 ár komi félaginu að góðum notum næstu árin. Vinnum saman að enn sterkara og betra félagi fyrir okkur öll Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Mannsæmandi laun í réttlátu samfélagi Það eru blikur á lofti í íslensku samfélagi. Frá efnahagshruninu 2008 hafa launamenn tekið á sig gríðarlegar kjaraskerðingar og víða er orðið þröngt í búi. Ef fram heldur sem horfir mun barátta fyrir betri launum og meiri kaupmætti verða fyrirferðarmikil á næstu misserum. Verkalýðshreyfingin á að taka forystu um nýja þjóðarsátt um stöðugleika á vinnumarkaði og fá til liðs við sig atvinnuveitendur og stjórnvöld. Réttlátt samfélag verður ekki til nema launafólk geti lifað af mannsæmandi launum. Fyrir því verður að berjast með öllum tiltækum ráðum.Örugg heimili brýnt kjaramál Dæmi eru um að fólk greiði stóran hluta launa sinna í húsnæðiskostnað og sé að gefast upp. Frá hruni horfum við fram á hópa fólks á ýmsum aldri sem hefur misst húsnæði sitt og á engra annarra kosta völ en að vera á erfiðum og dýrum leigumarkaði. Það verða að koma nýir valkostir í búsetumálum og VR á að taka þátt í að fjölga þeim. Við þurfum alvöru leigumarkað íbúðarhúsnæðis eins og tíðkast á Norðurlöndum og stuðla að heilbrigðri fjármögnun eigin húsnæðis með lækkun vaxta. Öruggt heimili er einn af mikilvægustu þáttum velferðarsamfélagsins og sömuleiðis mikilvægt kjaramál.Mikilvægi starfsþróunar Ég hætti í skóla aðeins 14 ára gömul, eignaðist mitt fyrsta barn og fór síðan á vinnumarkaðinn. Ég var rúmlega fertug þegar ég fór aftur í nám og hef síðan þá nýtt mér þá fjölbreyttu möguleika til menntunar sem í boði eru. Ég hef mikinn áhuga á starfsmenntamálum en þar þarf einnig að taka til hendinni. Margir vildu gjarnan komast í nám en geta það ekki vegna langs vinnutíma, fjölskylduaðstæðna eða kjara svo dæmi séu tekin. VR þarf að setja starfsmenntamál í öndvegi. Árlega nýta einungis 10%-15% VR félaga þá styrki sem starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks býður upp á. Félagið þarf að aðstoða félagsmenn sína með markvissari hætti til að grípa ný tækifæri, endurmennta sig og gera sig hæfari á síbreytilegum vinnumarkaði. Nú er komið verkfæri þar sem reynsla og þekking fólks á vinnumarkaði er metið, svokallað raunfærnimati. Loks er það viðurkennt að hægt sé að læra á vinnumarkaði eins og í skóla!Sveigjanleg starfslok mannréttindamál Ný áhersla á sveigjanleg starfslok er tímabær og nauðsynleg. Það er mannréttindamál að launamenn hafi val um hvenær og hvernig þeir hætta störfum. Fólk er heilsuhraustara en það var fyrrum og vill vera lengur á vinnumarkaði á sama tíma og aðrir vilja minnka starfshlutfall eftir því sem aldurinn færist yfir. Umræða þarf að fara að stað með hvaða hætti hægt sé að koma til móts við þennan hóp félagsmanna VR.Jafnréttismál Undanfarið hafa auglýsingar um jafnlaunavottun VR verið í fjölmiðlum. Vinna við gerð jafnlaunastaðals hófst árið 2008 skv. ákvæðum jafnréttislaga og bókunar við kjarasamning Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins á almennum vinnumarkaði frá febrúar 2008. VR hefur svo tekið málið lengra sem vonandi skilar okkur í átt að jafnrétti. Talið er að konur á Íslandi verði af fimm milljörðum króna árlega vegna mismununar í launum. Glerveggir sem konur hafa löngum rekið sig á eru sýnilegri í dag af því að íslenskt samfélag, bæði konur og karlar, eru meðvitaðri um þá mismunun sem konur hafa löngum búið við á vinnumarkaði. Jafnrétti snýst einnig um það að konur veljist til forystu í samfélaginu, því þurfa konur líka að stíga fram og gefa kost á sér til ábyrgðarstarfa. Ég býð mig fram til formanns VR vegna þess að ég tel mig geta gert betur.Grasrótin Trúnaðarráð VR þarf að virkja með skipulegri hætti en gert er. Þannig ættu fulltrúar úr trúnaðarráði að sitja í flestum nefndum og ráðum á vegum félagsins.Að lokum Ég stefni að því að verða formaður allra félagsmanna VR. Það þarf dirfsku og styrk til að snúa vörn í sókn í kjarabaráttu næstu missera sem og að tryggja starfsöryggi þess fjölbreytta hóps sem er í VR. Ég óska eftir brautargengi til formanns VR. Ég er viss um að reynsla mín af margskonar störfum síðastliðin 30 ár komi félaginu að góðum notum næstu árin. Vinnum saman að enn sterkara og betra félagi fyrir okkur öll
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun