Fótbolti

Wilshere og Wilbeck spila ekki á EM í sumar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Vilhelm
Stuart Pearce, þjálfari U-21 landsliðs Englands, hefur tilkynnt að hvorki Jack Wilshere né Danny Welbeck muni spila með liðinu á EM í sumar.

Úrslitakeppnin fer fram í Ísrael í sumar en þeir Welbeck og Wilshere hafa enn aldur til að spila á mótinu.

Pearce sagði að Roy Hodgson, þjálfari A-landsliðs Englands, hafi átt lokaorðið í málinu. „Við áttum stutt spjall og þeir Jack og Danny koma ekki til greina í U-21 liðið þar sem þeir eru komnir með hlutverk í A-liðinu," sagði Pearce við enska miðla.

„En ég tel að við eigum alltaf að taka okkar bestu leikmenn með á stórmótin," bætti hann við.

Talið er að Pearce muni fá að taka leikmenn eins og Raheem Sterling og Wilfried Zaha með til Ísrael í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×