Fótbolti

Tap gegn Bandaríkjunum

Sara Björk var fyrirlði í dag.
Sara Björk var fyrirlði í dag.
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu varð að sætta sig við tap, 3-0, gegn Bandaríkjamönnum í fyrsta leik liðanna á Algarve-mótinu.

Markalaust var í leikhléi en bandarísku stúlkurnar sterkari í þeim síðari er þær skoruðu öll mörk leiksins.

Sandra María Jessen fékk besta færi íslenska liðsins í leiknum er hún komst ein gegn markverði. Skot hennar fór fram hjá.

Næsti leikur íslenska liðsins er gegn Svíum á föstudag..

Byrjunarlið Íslands í leiknum:

Markvörður: Þóra Helgadóttir

Hægri bakvörður: Dóra María Lárusdóttir

Vinstri bakvörður: Hallbera Guðný Gísladóttir

Miðverðir: Sif Atladóttir og Glódís Perla Viggósdóttir

Tengiliðir: Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði og Katrín Ómarsdóttir

Hægri kantur: Fanndís Friðriksdóttir

Vinstri kantur: Hólmfríður Magnúsdóttir

Sóknartengiliður: Dagný Brynjarsdóttir

Framherji: Harpa Þorsteinsdóttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×