Fótbolti

Heinze mælir með að Montpellier ráði Maradona

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Diego Maradona og Gabriel Heinze.
Diego Maradona og Gabriel Heinze. Mynd/Nordic Photos/Getty
Gabriel Heinze, fyrrum leikmaður Manchester United og Real Madrid, er á því að það væri góður kostur fyrir franska félagið Montpellier að ráða Diego Maradona í stöðu þjálfara liðsins í sumar.

Rene Girard er þjálfari Montpellier-liðsins en samningur hans rennur út í sumar. Girard gerði liðið að meisturum í fyrr en Montpellier er aðeins í sjötta sæti frönsku deildarinnar í dag.

Louis Nicollin, forseti Montpellier, ræddi opinberlega áhuga sinn á því að ráða Diego Maradona og Heinze, sem nú spilar með Newell's Old Boys í Argentínu, styður það.

„Það væri frábært fyrir leikmennina. Hann myndi gera góða hluti með Montpellier. Þetta er sérstök persóna, þetta er sjálfur Maradona," sagði Gabriel Heinze en hann spilaði fyrir Diego Maradona með argentínska landsliðinu.

Gabriel Heinze þekkir vel til franska boltans en hann varð meðal annars franskur meistari með Marseille og franskur bikarmeistari með Paris Saint-Germain.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×