Fótbolti

Zlatan: Ég er sá stærsti - á eftir Ali

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Zlatan Ibrahimovic hefur ávallt verið með sjálfstraustið í lagi og hann ítrekaði það í viðtali við þýskt tímarit á dögunum.

„Ég er sá stærsti! Er það mögulegt? Geta tveir verið þeir stærstu? Nei, þá frekar svona: Ég er sá stærsti - á eftir Ali."

Þetta er haft eftir Ibrahimvic í viðtalinu sem birtist í tímaritinu 11Freunde. Zlatan er nú á mála hjá PSG í Frakklandi þar sem hann er einn launahæsti knattspyrnumaður heims.

Hann hefur áður spilað með Ajax, Juventus, Inter, Barcelona og AC Milan. Hann hefur orðið deildarmeistari með öllum þessum liðum.

Hann á þó eftir að spila í bæði ensku úrvalsdeildinni sem og þeirri þýsku. Hann segist spenntur fyrir því að spila í Þýskalandi og þá kæmi aðeins eitt lið til greina.

„FC Bayern München. Mér finnst það var eitt af fimm bestu knattspyrnufélögum heims," sagði Zlatan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×