Fótbolti

Arnór fer líklega frá Esbjerg í sumar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arnór Smárason.
Arnór Smárason.
Arnór Smárason, leikmaður Esbjerg í Danmörku, reiknar með því að yfirgefa herbúðir félagsins þegar að samningur hans við það rennur út.

Þetta segir hann í viðtali við bold.dk en Morgunblaðið greinir einnig frá þessu.

„Eins og málin standa nú fer ég frá Esbjerg í sumar. Það er næstum því öruggt en maður á aldrei að segja aldrei," sagði Arnór sem gekk til liðs við félagið sumarið 2010 eftir að hafa verið á mála hjá Heerenveen í Hollandi.

„Mér líkar vel við hollenska boltann og kannski fer ég aftur þangað. En ég er líka ánægður í Danmörku og ekki útilokað að ég verði hér áfram."

Arnór átti möguleika á að fara á láni til annarra félaga í dönsku úrvalsdeildinni en hann valdi frekar að vera áfram og klára samninginn. Hann hefur skorað tíu mörk í 57 leikjum með Esbjerg.

Esbjerg er nú í tíunda sæti dönsku úrvalsdeildarinnar en deildin hefst á ný í byrjun mars eftir vetrarfrí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×