Fótbolti

Ráðist á stuðningsmenn Tottenham í Lyon

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Þrír eru slasaðir eftir að 50 grímuklæddir menn réðust á hóp stuðningsmanna Tottenham í frönsku borginni Lyon í gær.

Um 150 stuðningsmenn Tottenham höfðu safnast saman á krá í Lyon til að horfa á leik í Meistaradeild Evrópu í gær en þá réðst stór hópur manna til atlögu gegn þeim.

Meiðsli mannanna eru sögð vera minniháttar en Tottenham mætir í kvöld heimaliðinu Lyon í Evrópudeild UEFA.

Samkvæmt vitnum munu þeir sem réðust á ensku stuðningsmennina hafa gefið nasistakveðjur á meðan árásinni stóð en stór hópur stuðningsmanna félagsins eru gyðingar.

Þetta er í annað skiptið sem stuðningsmenn félagsins lenda í álíka atviki en ráðist var á hóp stuðningsmanna í Róm á Ítalíu fyrir leik liðsins gegn Lazio.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×