Fótbolti

Pele er bara afbrýðissamur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Pele, Neymar og Sepp Blatter, forseti FIFA.
Pele, Neymar og Sepp Blatter, forseti FIFA. Nordic Photos / Getty Images
Umboðsmaður Brasilíumannsins Neymar gefur lítið fyrir gagnrýni Pele og segir hann bara vera afbrýðissaman út í sinn mann.

Ekki er langt síðan að Pele lofaði Neymar sem besta leikmann heims en hefur gagnrýnt hann að undanförnu, til að mynda fyrir frammistöðu hans með landsliðinu.

„Hann er bara venjulegur leikmaður í landsliðinu. Hann spilar aldrei vel þegar að landsliði spilar í öðrum löndum," sagði Pele í blaðaviðtali. „Það hvílir mikil ábyrgð á hans herðum en helstu áhyggjur hans snúast um hárgreiðsluna."

Umboðsmaðurinn Ribeiro gefur lítið fyrir þessi ummæli. „Pele ætti frekar að hugsa um barnabörnin en að tjá sig um Neymar. Þetta er bara afbrýðissemi."

„Ef Pele væri að spila í dag þætti hann verri leikmaður en Neymar. Þegar hann spilaði voru varnarmenn hægir og leikmenn ekki í jafn góðu líkamlegu ástandi," sagði umboðsmaðurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×