Fótbolti

Fjórtán ára drengur varð fyrir flugeldi á leik og dó

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fjórtán ára drengur frá Bólivíu lést sviplega í gær þegar hann var saklaus áhorfandi á leik San Jose og Corinthians í Suður-Ameríkukeppni félagsliða í Bólivíu.

Drengurinn varð þá fyrir flugeldi sem stuðningsmenn brasilíska félagsins Corinthians skutu inn í miðja áhorfendastúku mótherjanna.

Drengur fékk flugeldinn í augað og lést samstundis samkvæmt yfirlýsingu frá lækninum sem annaðist hann á spítalanum.

Fjöldi stuðningsmanna Corinthians voru handteknir og lögreglan í San Jose hefur hafið rannsókn á atburðinum.

Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en Corinthians hefur titil að verja í keppninni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×