Hraðinn í þjóðfélaginu of mikill - Börn þurfa að læra að slaka á Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. febrúar 2013 16:08 Árný Ingvarsdóttir vill að foreldrar og kennarar geti hjálpað börnum sínum að slaka á. Mynd/ Anton Brink. „Ég tel bókina þarft hjálpartæki því hraðinn í þjóðfélaginu er mikill, álagið sívaxandi og áreiti úr öllum áttum. Færni í að slaka á og róa sig niður er hverju barni afskaplega dýrmæt, bæði sem forvörn gegn streitu og til að takast farsællega á við krefjandi verkefni og samskipti í lífinu," segir Árný Ingvarsdóttir, sálfræðingur og bókaútgefandi. Hún bendir jafnframt á að rannsóknir hafi endurtekið sýnt að slökun og hugleiðsla hafi jákvæð áhrif og andlega og líkamlega heilsu. Árný gaf á dögunum út bókina Aladdín og töfrateppið - og aðrar ævintýrahugleiðslur fyrir börn eftir Marnetu Viegas, stofnanda Relax Kids hugmyndafræðinnar. Með hugmyndafræðinni er ætlunin að leggja áherslu á að kenna börnum slökun. Í bókinni, sem er fallega myndskreytt eru þekkt ævintýri notuð sem grunnur að slökunarhugleiðslu sem örvar ímyndunarafl barna og hjálpar þeim að slaka á. Bókin er ætluð foreldrum, forráðamönnum og kennurum til upplestrar, jafnt í önn dagsins sem á háttatíma. Marneta Viegas, höfundur bókarinnar, segir í inngangi hennar að flestar hugleiðslur bókarinnar hafi hún skrifað á Indlandi í mars 2002 þar sem hún sat á fjallstoppi við dagrenningu. „Hugsunin var skýr og fersk í hreinu og svölu fjallaloftinu og þeirri algjöru þögn sem ríkti. Hvert orð bar með sér frið og léttleika," segir hún. Við það að skrifa hugleiðslurnar hafi hún farið í huganum inn í ævintýralandið sem hún vonar að bæði börn og fullorðnir upplifi við lestur bókarinnar. „Þessi upplifun var sérstök og tengdist bæði djúpu slökunarástandi og kyrrð. Á þessu augnabliki varð mér ljóst hvað mig langaði til að gera - að kenna börnum hvernig hægt er að slaka á líkama og huga á skemmtilegan og einfaldan hátt," segir hún. Árný segir að bókin hafi nú þegar verið notuð með góðum árangri í nokkrum skólum og leikskólum hérlendis. Árný þýddi bókina sjálf yfir á íslensku og hún segir að til standi að koma á fót Relax Kids námskeiðum í slökun fyrir börn síðar á árinu. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Sjá meira
„Ég tel bókina þarft hjálpartæki því hraðinn í þjóðfélaginu er mikill, álagið sívaxandi og áreiti úr öllum áttum. Færni í að slaka á og róa sig niður er hverju barni afskaplega dýrmæt, bæði sem forvörn gegn streitu og til að takast farsællega á við krefjandi verkefni og samskipti í lífinu," segir Árný Ingvarsdóttir, sálfræðingur og bókaútgefandi. Hún bendir jafnframt á að rannsóknir hafi endurtekið sýnt að slökun og hugleiðsla hafi jákvæð áhrif og andlega og líkamlega heilsu. Árný gaf á dögunum út bókina Aladdín og töfrateppið - og aðrar ævintýrahugleiðslur fyrir börn eftir Marnetu Viegas, stofnanda Relax Kids hugmyndafræðinnar. Með hugmyndafræðinni er ætlunin að leggja áherslu á að kenna börnum slökun. Í bókinni, sem er fallega myndskreytt eru þekkt ævintýri notuð sem grunnur að slökunarhugleiðslu sem örvar ímyndunarafl barna og hjálpar þeim að slaka á. Bókin er ætluð foreldrum, forráðamönnum og kennurum til upplestrar, jafnt í önn dagsins sem á háttatíma. Marneta Viegas, höfundur bókarinnar, segir í inngangi hennar að flestar hugleiðslur bókarinnar hafi hún skrifað á Indlandi í mars 2002 þar sem hún sat á fjallstoppi við dagrenningu. „Hugsunin var skýr og fersk í hreinu og svölu fjallaloftinu og þeirri algjöru þögn sem ríkti. Hvert orð bar með sér frið og léttleika," segir hún. Við það að skrifa hugleiðslurnar hafi hún farið í huganum inn í ævintýralandið sem hún vonar að bæði börn og fullorðnir upplifi við lestur bókarinnar. „Þessi upplifun var sérstök og tengdist bæði djúpu slökunarástandi og kyrrð. Á þessu augnabliki varð mér ljóst hvað mig langaði til að gera - að kenna börnum hvernig hægt er að slaka á líkama og huga á skemmtilegan og einfaldan hátt," segir hún. Árný segir að bókin hafi nú þegar verið notuð með góðum árangri í nokkrum skólum og leikskólum hérlendis. Árný þýddi bókina sjálf yfir á íslensku og hún segir að til standi að koma á fót Relax Kids námskeiðum í slökun fyrir börn síðar á árinu.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Sjá meira