Íslenski boltinn

Halldór Orri gerði tveggja ára samning við Stjörnuna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Halldór Orri Björnsson.
Halldór Orri Björnsson. Mynd/Vilhelm
Halldór Orri Björnsson hefur framlengt samning sinn við Stjörnuna um tvö ár og verður því með liðinu í Pepsi-deild karla í sumar. Þetta kemur fram á stuðningsmannasíðu Stjörnunnar; Silfurskeidin.is.

Stjörnumenn tefla fram Veigari Páli Gunnarssyni í sumar í fyrsta sinn í áratug og eru til alls líklegir nú þegar þeir hafa samið við bæði Garðar Jóhannsson og Halldór Orra.

„Þetta er mikið fagnaðarefni enda Halldór verið liðinu gríðarlega mikilvægur frá því að hann kom fram á sjónarsviðið og er í miklu uppáhaldi hjá Silfurskeiðinni fyrir vikið. Orðrómur hafði verið uppi um að Dóri væri jafnvel á förum frá félaginu en drengurinn elskar Stjörnuna og sýndi það með því að skrifa undir í dag eftir stuttar samningaviðræður," segir í fréttinni á síðunni.

Halldór er markahæsti leikmaður Stjörnunnar í efstu deild með 38 mörk í 85 leikjum en hann skoraði 6 mörk í 22 leikjum í Pepsi-deild karla síðasta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×