Fótbolti

Rúnar Már og félagar í Zwolle unnu Feyenoord

Stefán Árni Pálsson skrifar
Alfreð Finnbogason í leik með Heerenveen
Alfreð Finnbogason í leik með Heerenveen Mynd. Getty Images
Alfreð Finnbogason og félagar í Heerenveen töpuðu fyrir Den Haag, 2-1, í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Sven Kums kom Heerenveen yfir í upphafi leiksins en Den Haag náði að jafna metin nokkrum mínútum síðar þegar Danny Holla skoraði.

Santi Kolk kom síðan Den Haag yfir rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og staðan var því 2-1 í hálfleik. Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og lauk honum með sigri Den Haag.

Alfreð Finnbogason var tekinn útaf rétt eftir að leikmaður Herereveen fékk að líta rauða spjaldið á í byrjun síðari hálfleiks. FC Zwolle vann frábæran sigur á Feyenoord 3-2 en Rúnar Már Sigurjónsson leikur með Zwolle.

Heimamenn í Zwolle gerðu tvö fyrstu mörk leiksins en Feyenoord náði að jafna í 2-2. Denni Avdic skoraði síðan sigurmark Zwolle korteri fyrir leikslok. Heerenveen er í 14. sæti deildarinnar með 23 stig en Zwolle er í því 15. með 23 stig.

Feyenoord er öðru sæti deildarinnar og því var það frábær sigur hjá Zwolle. Rúnar Már kom ekkert við sögu í leiknum og var allan tíman á varamannabekknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×