Fótbolti

Slóst við áhorfenda og þurfti lögreglufylgd eftir leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nahuel Fioretto, varnarmaður Defensores De Belgrano, komst í slæm mál á dögunum eftir 0-3 tapleik liðsins í argentínsku C-deildinni. Þetta atvik er gott dæmi um að hlutirnir ganga oft öðruvísi fyrir sig í Suður-Ameríku.

Stuðningsmenn Defensores De Belgrano liðsins voru allt annað en sáttir við það að Fioretto tók á móti einum stuðningsmanninum af hörku, þegar umræddur áhorfendi klifraði yfir hátt grindverk og ruddist inn á leikvöllinn.

Stuðningsmaðurinn endaði á því að henda stól í átt að leikmönnum Defensores De Belgrano áður en hann fór aftur upp í stúku. Það varð tíu mínútna töf á leiknum eftir atvikið en áhorfandinn fékk að klára að horfa á leikinn.

Það sem við tók eftir leik var hinsvegar önnur saga. Nahuel Fioretto þurfti að bíða lengi inn í klefa af því að reiðir stuðningsmenn félagsins biðu eftir honum fyrir utan. Aðrir leikmenn liðsins gátu sem dæmi ekki yfirgefið klefann fyrr en eftir 40 mínútur en Fioretto þurfti seinna lögreglufylgd til að sleppa frá vellinum.

Það er hægt að sjá atvikið með því að smella hér fyrir neðan. Það sem er kannski það ótrúlegast við þetta atvik að forráðamenn Defensores De Belgrano ætla ekki að geta neitt við stuðningsmanninn. Hann getur því heilsað upp á Nahuel Fioretto í næsta leik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×