Fótbolti

Ajax vann Waalwijk | Kolbeinn fékk tíu mínútur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ajax vann fínan sigur, 2-0, á Waalwijk í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en leikurinn fór fram á Mandemakers- vellinum í Waalwijk.

Niklas Moisander skoraði fyrsta mark leiksins á 22. mínútu en það var síðan Christian Eriksen sem kom Ajax í 2-0 rétt fyrir lok fyrri hálfleiks.

Þegar hálftími var eftir af leiknum misnotaði Robert Braber vítaspyrnu fyrir Waalwijk.

Kolbeinn Sigþórsson kom inná sem varamaður þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum en náði ekki að setja mark sitt á leikinn.

Ajax er í öðru sæti deildarinnar með 47 stig, þremur stigum á eftir PSV sem er í efsta sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×