Fótbolti

Eiður Smári varamaður í tapleik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / AFP
Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á sem varamaður á 64. mínútu er lið hans, Club Brugge, tapaði fyrir Genk í belgísku úrvalsdeildinni í dag, 4-1.

Þetta var annar leikur Eiðs Smára með liðinu síðan hann kom til Club Brugge í síðasta mánuði. Hann var þá í byrjunarliðinu er liðið gerði markalaust jafntefli við Gent um síðustu helgi.

Club Brugge er því enn að bíða eftir sínum fyrsta sigri eftir vetrarfrí en liðið er í sjötta sæti deildarinnar með 40 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×