Fótbolti

Rúnar Már lánaður til Hollands

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rúnar Már í leik með Val.
Rúnar Már í leik með Val. Mynd/Stefán
Rúnar Már Sigurjónsson, leikmaður Vals, hefur verið lánaður til hollenska úrvalsdeildarfélagsins Pec Zwolle.

Þetta var tilkynnt á heimasíðu félagsins í dag. Magnús Agnar Magnússon, umboðsmaður hans, staðfesti við Vísi að um lánssamning væri að ræða en félagið hefði möguleika á að kaupa hann að honum loknum.

Pec Zwolle er nýliði í hollensku úrvalsdeildinni og er sem stendur í fjórtánda sæti deildarinnar með nítján stig eftir 20 leiki og á fyrir höndum harða fallbaráttu til loka tímabilsins.

Rúnar Már var einnig sterklega orðaður við sænska liðið Sundsvall en hann fékk fyrr í mánuðinum tilboð frá félaginu. Sundsvall leikur í sænsku B-deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×