Fótbolti

Beckham á leið til Parísar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
David Beckham er við það að ganga frá samningum við franska stórliðið PSG, eftir því sem kemur fram á fréttavef BBC.

Beckham er 37 ára gamall og hefur verið án félags síðan að saningur hans við bandaríska liðið LA Galaxy rann út í haust.

Hann fluttist til Lundúna með fjölskyldu sinni og hefur verið að æfa með Arsenal síðustu daga.

Talið er að hann verði kynntur sem leikmaður PSG á blaðamannafundi síðar í dag og að hann byrji að æfa með liðinu á næstu vikum.

Beckham hóf atvinnumannaferilinn hjá Manchester United en fór þaðan árið 2003 til Real Madrid. Þar var hann í fjögur ár áður en Beckham hélt til Bandaríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×