Fótbolti

Tvö mörk hjá Kolbeini á fyrstu fimmtán mínútunum - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Kolbeinn Sigþórsson var ekki lengi að stimpla sig inn hjá Ajax þegar hann lék sinn fyrsta leik með liðinu í fimm mánuði. Kolbeinn skoraði tvö mörk á fimmtán mínútum í 4-0 bikarsigri á Vitesse í kvöld.

Kolbeinn kom inn á sem varamaður á 75. mínútu leiksins. Á 81. mínútu fylgdi hann á eftir þegar Daninn Lasse Schöne lét verja frá sér vítaspyrnu og fimm mínútum síðar skoraði hann með skalla úr markteignum eftir fyrirgjöf frá Ricardo van Rhijn.

Þetta voru fyrstu fimmtán mínúturnar hjá íslenska landsliðsframherjanum eftir að hann missti úr fimm mánuði vegna uppskurðar á öxl. Kolbeinn átti því magnaða endurkomu inn í lið Ajax.

Kolbeinn hefur nánast misst af öllu tímabilinu en er samt kominn með fimm mörk, 1 mark í 1 leikjum í hollensku deildinni, 2 mörk í 1 leik í hollenska bikarnum og 2 mörk í 1 landsleik á móti Færeyjum á Laugardalsvellinum í ágúst.

Myndband af mörkum Kolbeins má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×