Eyjamenn nutu guðlegrar forsjár Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. janúar 2013 09:35 Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir að guðleg forsjón, yfirvegun íbúa og sameiginlegt átak allra landsmanna hafi orðið Eyjamönnum að mildi hörmunanóttina 23. janúar 1973. Elliði ritar pistil í Fréttablaðið í dag í tilefni þess að fjörutíu ár eru liðin frá eldgosinu á Heimaey. Þar segir hann að æðruleysi, kraftur og einurð Eyjamanna í bland við gott skipulag og góða aðstoð hafi skapað árangur þessara mestu mannflutninga í sögu landsins. „Hvorki meira né minna en 2,5% þjóðarinnar áttu öryggi sitt undir því að komast frá eldsprungunni sem opnaðist nánast við bæjardyr þeirra. Í ávarpi sínu á gosnóttinni sagði Kristján Eldjárn, þáverandi forseti: „Leggur drottinn líkn með þraut" og má það til sanns vegar færa. Enginn veit hvernig farið hefði ef ekki hefði þá líkn verið að finna í þessari þraut að veður var gott í árstíð þegar allra veðra var von." Elliði segir til marks um einstakt geðslag Eyjamanna að þeir hafi aldrei tapað trúnni. „...og hugur flestra stefndi heim allan þann tíma sem eldur brann í jörðu heima í Eyjum. Þegar tæpast stóð var meira að segja gripið til þess ráðs að dæla sjó á glóandi hraunið til að hægja á eyðileggingarmættinum. Vandséð er að nokkru sinni hafi mannkynið gengið fastar fram gegn náttúruöflunum en þegar Eyjamenn – með dyggum stuðningi velunnara hér á landi og erlendis – réðust til atlögu gegn virku eldfjalli með hugrekkið og hugvitið sem sín vopn," eins og segir í pistli Elliða. Elliði líkur pistlinum með því að þakka landsmönnum öllum og vinaþjóðum kærlega fyrir ómetanlega aðstoð. „Þeim sem völdu að flytja ekki aftur heim til Eyja að gosi loknu vil ég þakka sérstaklega þann hlýhug sem þeir sýna ætíð heimahögunum. Verðmætin sem Vestmannaeyjar eiga í brottfluttum Eyjamönnum eru ómæld. Þeirra lóð á vogarskálar velgengni Eyjanna vega þungt. Sjálfur vil ég sérstaklega færa þeirri kynslóð sem valdi að flytja til baka það hugrekki sem hún sýndi á tímum sem án vafa voru þeir tvísýnustu í sögu byggðar í Vestmannaeyjum. Henni ber þakka það góða samfélag sem við Eyjamenn eigum í dag." Pistilinn í heild sinni má finna hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Fjörutíu ár frá upphafi gossins á Heimaey Fyrir fjörutíu árum hófst eldgos á Heimaey. Blómlegt byggðarlag með rúmlega 5.000 íbúa breyttist sem hendi væri veifað í flakandi eldsár og öskuskafla. Íslendingar allir voru þar minntir á að manneskjan er smá, líf og lán valt og veikt. Eyjamenn máttu í nauð sinni flýja heimili sín í fullkominni og algerri óvissu um framtíðina. Eignatjónið varð gríðarlegt og persónulegt áfall íbúanna mikið og sennilega mun meira en seinni tíma söguskýringar hafa viljað gangast við. Í næstum hálft ár ríkti tími óvissunnar. 23. janúar 2013 06:00 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Fleiri fréttir Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Sjá meira
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir að guðleg forsjón, yfirvegun íbúa og sameiginlegt átak allra landsmanna hafi orðið Eyjamönnum að mildi hörmunanóttina 23. janúar 1973. Elliði ritar pistil í Fréttablaðið í dag í tilefni þess að fjörutíu ár eru liðin frá eldgosinu á Heimaey. Þar segir hann að æðruleysi, kraftur og einurð Eyjamanna í bland við gott skipulag og góða aðstoð hafi skapað árangur þessara mestu mannflutninga í sögu landsins. „Hvorki meira né minna en 2,5% þjóðarinnar áttu öryggi sitt undir því að komast frá eldsprungunni sem opnaðist nánast við bæjardyr þeirra. Í ávarpi sínu á gosnóttinni sagði Kristján Eldjárn, þáverandi forseti: „Leggur drottinn líkn með þraut" og má það til sanns vegar færa. Enginn veit hvernig farið hefði ef ekki hefði þá líkn verið að finna í þessari þraut að veður var gott í árstíð þegar allra veðra var von." Elliði segir til marks um einstakt geðslag Eyjamanna að þeir hafi aldrei tapað trúnni. „...og hugur flestra stefndi heim allan þann tíma sem eldur brann í jörðu heima í Eyjum. Þegar tæpast stóð var meira að segja gripið til þess ráðs að dæla sjó á glóandi hraunið til að hægja á eyðileggingarmættinum. Vandséð er að nokkru sinni hafi mannkynið gengið fastar fram gegn náttúruöflunum en þegar Eyjamenn – með dyggum stuðningi velunnara hér á landi og erlendis – réðust til atlögu gegn virku eldfjalli með hugrekkið og hugvitið sem sín vopn," eins og segir í pistli Elliða. Elliði líkur pistlinum með því að þakka landsmönnum öllum og vinaþjóðum kærlega fyrir ómetanlega aðstoð. „Þeim sem völdu að flytja ekki aftur heim til Eyja að gosi loknu vil ég þakka sérstaklega þann hlýhug sem þeir sýna ætíð heimahögunum. Verðmætin sem Vestmannaeyjar eiga í brottfluttum Eyjamönnum eru ómæld. Þeirra lóð á vogarskálar velgengni Eyjanna vega þungt. Sjálfur vil ég sérstaklega færa þeirri kynslóð sem valdi að flytja til baka það hugrekki sem hún sýndi á tímum sem án vafa voru þeir tvísýnustu í sögu byggðar í Vestmannaeyjum. Henni ber þakka það góða samfélag sem við Eyjamenn eigum í dag." Pistilinn í heild sinni má finna hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Fjörutíu ár frá upphafi gossins á Heimaey Fyrir fjörutíu árum hófst eldgos á Heimaey. Blómlegt byggðarlag með rúmlega 5.000 íbúa breyttist sem hendi væri veifað í flakandi eldsár og öskuskafla. Íslendingar allir voru þar minntir á að manneskjan er smá, líf og lán valt og veikt. Eyjamenn máttu í nauð sinni flýja heimili sín í fullkominni og algerri óvissu um framtíðina. Eignatjónið varð gríðarlegt og persónulegt áfall íbúanna mikið og sennilega mun meira en seinni tíma söguskýringar hafa viljað gangast við. Í næstum hálft ár ríkti tími óvissunnar. 23. janúar 2013 06:00 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Fleiri fréttir Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Sjá meira
Fjörutíu ár frá upphafi gossins á Heimaey Fyrir fjörutíu árum hófst eldgos á Heimaey. Blómlegt byggðarlag með rúmlega 5.000 íbúa breyttist sem hendi væri veifað í flakandi eldsár og öskuskafla. Íslendingar allir voru þar minntir á að manneskjan er smá, líf og lán valt og veikt. Eyjamenn máttu í nauð sinni flýja heimili sín í fullkominni og algerri óvissu um framtíðina. Eignatjónið varð gríðarlegt og persónulegt áfall íbúanna mikið og sennilega mun meira en seinni tíma söguskýringar hafa viljað gangast við. Í næstum hálft ár ríkti tími óvissunnar. 23. janúar 2013 06:00