Fótbolti

Scolari: Fáir leikmenn betri en Ronaldinho og Neymar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ronaldinho og Neymar.
Ronaldinho og Neymar. Mynd/Nordic Photos/Getty
Luiz Felipe Scolari, þjálfari Brasilíu, kallaði aftur á hinn 32 ára gamla Ronaldinho þegar hann tilkynnti sinn fyrsta landsliðshóp eftir að hann tók við brasilíska landsliðinu á ný. Ronaldinho var síðast með landsliðinu í febrúar 2012 og hefur verið inn og út úr liðinu á síðustu árum.

„Ég vil það sama og allir aðrir sem er að sjá þá spila fótbolta eins og þeir gera best. Fáir leikmenn eru betri en Ronaldinho og Neymar. Ég vil líka sjá góða hegðun. Þeir eiga að vera ábyrgðarfullir sama hversu gamlir þeir eru," sagði hinn 64 ára gamli Luiz Felipe Scolari.

„Við höfum sett stefnuna á heimsmeistaratitilinn og erum að vinna okkur í átt að því markmiði. Það er rétt hjá stuðningsmönnum að krefjast þess," sagði Scolari um pressuna á því að vinna HM á heimavelli 2014.

Luiz Felipe Scolari þjálfari Brasilíu þegar brasilíska landsliðið varð heimsmeistari í fimmta sinn 2002 en Ronaldinho var þá í stór hlutverki aðeins 22 ára gamall. Neymar var hinsvegar aðeins tíu ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×