Rannsókn líkamsárásarmáls komin 227 daga fram yfir viðmiðunartíma Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. janúar 2013 11:44 Árásin átti sér stað í Hólaskóla á Hólum í Hjaltadal í mars síðastliðnum. Mikill málafjöldi og mannekla hjá embætti ríkissaksóknara hefur orðið til þess að rannsókn á alvarlegri líkamsárás á Hólum í Hjaltadal fyrir tæpu ári er ekki enn lokið. Þó liggur fyrir játning í málinu. Freyja Þorvaldardóttir varð fyrir þeirri óskemmtilegu lífsreynslu að vera sleginn í andlitið með hurðarhúni á Hólum í Hjaltadal í mars á liðnu ári. Árásaraðilinn játaði strax sök sína en sjö tennur brotnuðu í munni Freyju sem er búin að missa töluna á þeim aðgerðum sem hún hefur þurft að gangast undir. Freyja sagði í samtali við Vísi í vikunni að leiðinlegt væri fyrir þá, sem verði fyrir árásum á borð við þessa, að þurfa að bíða svo lengi eftir að mál þeirra sé tekið fyrir. „Það er stórt skref í bataferlinu að klára þetta fyrir utan allt annað sem maður er að vinna í. Þetta er bara sorglegt," sagði Freyja í samtali við Vísi. Fulltrúi rannsóknarlögreglunnar á Akureyri staðfesti við Vísi að málið hefði verið sent embætti Ríkissaksóknara fyrir nokkrum tíma síðan. Í svari Kolbrúnar Benediktsdóttur, saksóknara hjá embætti ríkissaksóknara við fyrirspurn Vísis, segir að ekki sé hægt að gefa upplýsingar um einstök mál. Í svarinu segir þó að öll líkamsrásármál eigi að vera í forgangi og er vísað í fyrirmæli ríkissaksóknara um viðmiðunartíma í því samhengi. Þar kemur fram að í nauðgunarmálum sé miðað við að meðferðartími sé ekki lengri en 60 dagar og 90 dagar í tilfelli líkamsárásarmála. Sá fyrirvari er þó gerður að rannsóknarhagsmunir og sérstakar ástæður geti lengt meðferðartímann. Í máli Freyju liggur þó játning fyrir og fátt sem bendir til þess að lengja hafi þurft meðferðartíma málsins. Í svari ríkissaksóknara segir að mikill málafjöldi og mannekla hafi leitt til þess að embættið geti ekki haldið sér innan þessara viðmiðunarmarka í öllum málum. Árásin átti sér stað þann 12. mars á síðasta ári. Síðan eru liðnir 317 dagar og málið því komið 227 daga fram yfir viðmiðunartíma ríkissaksóknara í líkamsárásarmálum. Tengdar fréttir Nauðsynlegt fyrir batann að rannsókn málsins klárist Freyja Þorvaldardóttir, sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Hólum í Hjaltadal í mars á síðasta ári, bíður enn eftir að ákæra verði gefin út í málinu. 22. janúar 2013 10:20 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
Mikill málafjöldi og mannekla hjá embætti ríkissaksóknara hefur orðið til þess að rannsókn á alvarlegri líkamsárás á Hólum í Hjaltadal fyrir tæpu ári er ekki enn lokið. Þó liggur fyrir játning í málinu. Freyja Þorvaldardóttir varð fyrir þeirri óskemmtilegu lífsreynslu að vera sleginn í andlitið með hurðarhúni á Hólum í Hjaltadal í mars á liðnu ári. Árásaraðilinn játaði strax sök sína en sjö tennur brotnuðu í munni Freyju sem er búin að missa töluna á þeim aðgerðum sem hún hefur þurft að gangast undir. Freyja sagði í samtali við Vísi í vikunni að leiðinlegt væri fyrir þá, sem verði fyrir árásum á borð við þessa, að þurfa að bíða svo lengi eftir að mál þeirra sé tekið fyrir. „Það er stórt skref í bataferlinu að klára þetta fyrir utan allt annað sem maður er að vinna í. Þetta er bara sorglegt," sagði Freyja í samtali við Vísi. Fulltrúi rannsóknarlögreglunnar á Akureyri staðfesti við Vísi að málið hefði verið sent embætti Ríkissaksóknara fyrir nokkrum tíma síðan. Í svari Kolbrúnar Benediktsdóttur, saksóknara hjá embætti ríkissaksóknara við fyrirspurn Vísis, segir að ekki sé hægt að gefa upplýsingar um einstök mál. Í svarinu segir þó að öll líkamsrásármál eigi að vera í forgangi og er vísað í fyrirmæli ríkissaksóknara um viðmiðunartíma í því samhengi. Þar kemur fram að í nauðgunarmálum sé miðað við að meðferðartími sé ekki lengri en 60 dagar og 90 dagar í tilfelli líkamsárásarmála. Sá fyrirvari er þó gerður að rannsóknarhagsmunir og sérstakar ástæður geti lengt meðferðartímann. Í máli Freyju liggur þó játning fyrir og fátt sem bendir til þess að lengja hafi þurft meðferðartíma málsins. Í svari ríkissaksóknara segir að mikill málafjöldi og mannekla hafi leitt til þess að embættið geti ekki haldið sér innan þessara viðmiðunarmarka í öllum málum. Árásin átti sér stað þann 12. mars á síðasta ári. Síðan eru liðnir 317 dagar og málið því komið 227 daga fram yfir viðmiðunartíma ríkissaksóknara í líkamsárásarmálum.
Tengdar fréttir Nauðsynlegt fyrir batann að rannsókn málsins klárist Freyja Þorvaldardóttir, sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Hólum í Hjaltadal í mars á síðasta ári, bíður enn eftir að ákæra verði gefin út í málinu. 22. janúar 2013 10:20 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
Nauðsynlegt fyrir batann að rannsókn málsins klárist Freyja Þorvaldardóttir, sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Hólum í Hjaltadal í mars á síðasta ári, bíður enn eftir að ákæra verði gefin út í málinu. 22. janúar 2013 10:20