Íslenski boltinn

Ásgeir Gunnar hættur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ásgeir Gunnar í leik með Fram gegn KR síðastliðið sumar.
Ásgeir Gunnar í leik með Fram gegn KR síðastliðið sumar. Mynd/Valli
Ásgeir Gunnar Ásgeirsson mun ekki spila knattspyrnu næsta sumar og segir að hann sé hættur.

Þetta kom fram á Fótbolti.net í dag. „Þetta er bara komið gott. Ég er farinn erlendis í nám og verð ekkert á landinu næsta sumar," sagði Ásgeir Gunnar sem stundar tannlæknanám í Sviss.

Hann varð margfaldur Íslandsmeistari með FH á sínum tíma og lék síðast með Fram í Pepsi-deild karla.

Ásgeir Gunnar er 32 ára gamall miðjumaður og á að baki þrjá leiki með A-landsliði Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×