Sport

Murray sló út Federer - mætir Djokovic í úrslitaleiknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andy Murray.
Andy Murray. Mynd/AP
Ólympíumeistarinn Andy Murray frá Englandi tryggði sér sæti í úrslitaleiknum á opna ástralska meistaramótinu í tennis í dag með því að vinna Svisslendinginn Roger Federer í oddasetti í undanúrslitum. Andy Murray mætir Serbanum Novak Djokovic í úrslitaleiknum á sunnudaginn.

Andy Murray vann 6-6, 6-7, 6-3, 6-7, 6-2 en hann var kominn í 6-5 í fjórða settinu. Roger Federer gafst ekki upp og kom leiknum í oddasett. Þar var hinsvegar Murray mun sterkari. Leikurinn tók fjóra tíma.

Þetta er í fyrsta sinn sem Andy Murray vinnur Roger Federer í svona stórum leik en hann hafði sem dæmi tapað þremur úrslitaleikjum á risamótum á móti Svisslendingnum.

Novak Djokovic hefur unnið opna ástralska meistaramótið undanfarin tvö ár eftir að hafa unnið Murray í úrslitaleik en Andy Murray vann sinn fyrsta risatitil á opna bandaríska mótinu í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×