Fótbolti

Markið skekktist og leikurinn tafðist um 13 mínútur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Emmanuel Adebayor skoraði annað mark Tógo í 2-0 sigri á Alsír í Afríkukeppninni í knattspyrnu í kvöld. Seinna mark Tógó kom á fjórtándu mínútu í uppbótartíma eftir að mikil töf varð þegar annað markið gaf sig.

Emmanuel Adebayor skoraði markið sitt á 32. mínútu með laglegri afgreiðslu eftir að hafa fengið skalla inn fyrir vörnina og Dove Wome bætti síðan við öðru marki á 104. mínútu.

Sigur Tógó sá til þess að Fílabeinsströndin sem vann Túnis 3-0 fyrr í dag er komið áfram í átta liða úrslitin.Tógó og Túnis spila hinsvegar úrslitaleik í lokaumferð riðilsins um hvort liðið fylgir Fílabeinsströndinni inn í átta liða úrslitin.

Það varð þrettán mínútna töf á leiknum í seinni hálfleiknum þegar Alsír-maðurinn Adlène Guedioura hljóp inn markið með þeim afleiðingum að markið brotnaði og skekktist allt. Vallarstarfsmenn voru heillengi að rétta markið við.

Það er hægt að sjá myndband af atvikinu hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×