Fótbolti

Markalaust í fyrsta leik Eiðs Smára

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Mynd/AFP
Eiður Smári Guðjohnsen lék allan leikinn fyrir Club Brugge sem náði aðeins markalausu jafntefli á heimvelli gegn Gent.

Þetta var fyrsti leikur Eiðs Smára með Club Brugge eftir að hann gekk til liðs við liðið frá Cercle Brugge nú í janúar.

Club Brugge er í fimmta sæti belgísku úrvalsdeildarinnar með 40 stig, fimmtán stigum frá toppnum en Gent er í 12. sæti með 24 stig, fimm stigum fyrir ofan fallsæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×