Innlent

Yfir 30 aðstoðarbeiðnir á Siglufirði

Mikið hefur verið að gera hjá Björgunarsveitinni Strákum á Siglufirði í dag. Yfir 30 aðstoðarbeiðnir hafa borist frá því veðrið versnaði í nótt. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá slysavarnarfélaginu Landsbjörg.

Nú síðdegis voru 10 björgunarmenn að sinna fyrirliggjandi verkefnum. Meðal þeirra eru þrjú hús með lausar þakplötur, gluggar sem hafa sprungið og fleira.

Sveitir á Vestfjörðum hafa einnig verið kallaðar út nú síðdegis. Björgunarfélag Ísafjarðar aðstoðar Orkubú Vestfjarða við að fjarlægja ísingu af línum í Dýrafirði, Kofri í Súðavík var köllð út þegar járnplötur fuku af eyðibýli innst í firðinum og einnig festi Björg á Suðureyri þakplötur sem losnuðu á húsi í þorpinu.

Ein aðstoðarbeiðni barst svo Björgunarfélagi Vestmannaeyja. Um var að ræða lausar þakplötur á íbúðarhúsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×