Fótbolti

Dregið í enska bikarnum | Leeds sækir Manchester City heim | Oldham fékk Everton

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Búið er að draga í 16 liða úrslit ensku bikarkeppninnar í fótbolta. Leeds United sem sló Tottenham úr keppni í dag sækir Englandsmeistara Manchester City heim og Oldham sem sigraði Liverpool fær Everton í heimsókn.

Aðeins sjö úrvalsdeildarfélög voru í pottinum þegar dregið var nú í kvöld. Tvö þeirra, Manchester United og Reading, drógust saman.

Arsenal fær Blackburn heimsókn og Wigan sækir annað hvort Huddersfield eða Leicester heim. Takist Chelsea að sigra Brentford sækir liðið Middlesbrough heim en allan dráttinn má finna hér að neðan:

Middlesbrough - Brentford/Chelsea

Man Utd - Reading

Man City - Leeds

Arsenal - Blackburn

Luton - Millwall

Oldham - Everton

MK Dons - Barnsley

Huddersfield/Leicester - Wigan




Fleiri fréttir

Sjá meira


×